Listamenn

Um sýninguna TÓMIÐ, horfin verk Kristins Péturssonar

Um sýninguna TÓMIÐ, horfin verk Kristins Péturssonar

Á sýningunni er farin sú leið að beina sjónum sýningargesta að þeim verkum sem Kristinn Pétursson (1896-1981) vann að síðustu æviárin. Þau eru óvenjuleg og spennandi niðurstaða á viðamiklum og fjölbreyttum ferli, einkum í ljósi þess að listamaðurinn vann þau í einrúmi, án samtals við íslenska samferðarmenn sína og án þess að sýna þau opinberlega. Hann ferðaðist reglulega til að sjá helstu alþjóðlegu listviðburði samtímans með eigin augum og þar hefur hann vísast sótt innblástur. Framúrstefnuleg verk hans voru í anda þeirra listamanna sem voru að endurskoða eðli og hlutverk málverksins m.a. með því að hlutgera það ýmist sem lágmynd, skúlptúr eða innsetningu. Viðamestu verkaröð sína kallaði hann Tómið, núllið, ekki neitt og þar kölluðust einstök verk á við umhverfi sitt eða urðu hluti af því. Mikill hluti þessara verka voru sérstaklega gerð til þess að passa inn í húsið sem Kristinn smíðaði sjálfur, Seyðtún, auk fjölda sjálfstæðra þrívíðra verka sem gjarnan voru unnin úr fundnum afgangsefnum og ámáluðum spónaplötum.

Auk þess að velja til sýningar síðustu verk Kristins eru fjórir listamenn af yngri kynslóð fengnir til samstarfs; Hildigunni Birgisdóttir, Huginn Þór Arason, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Unnar ÖrnÞau endurspegla forvitni sína um verk Kristins Péturssonar á ólíkan hátt í verkum sem sett eru fram sem eins konar athugasemdir við þungamiðju sýningarinnar.

Sýningin er samstarfsverkefni með Listasafni ASÍ, sem á stærsta safn verka Kristins.

Hægt er að panta sýningarskrár og fá sendar í póstkröfu.

Tómið forsíða af sýningarskrá

TÓMIÐ, gefin út í tilefni sýningarinnar með texta eftir Markús, myndum frá sýningunni og upplýsingum um listamennina. Einnig kaflinn Raunsönn form úr óútgefnu handriti Kristins, Töfratákn.

Sýningarskráin er 40 bls og 22,5 x 21 cm að stærð.

Verð kr. 2.500.- + póstsending.

Töfratákn

Rit sem gefin var út af Listasafni ASÍ og Hveragerðisbæ árið 1996. Nokkrar myndir af horfnum verkum Kristins og valdir kaflar úr óbirtu handriti Kristins Töfratákn. (ekki þeir sömu og í sýningarskránni TÓMIÐ).

Ritið er 38 bls. og 29,5 x 21 cm að stærð.

Verð kr. 1.500 + póstsending.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn