Listamenn

Til sjávar og sveita

Til sjávar og sveita

Þessi sýning er fyrst í röð þriggja sýninga samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga, Listasafns Íslands og Listasafns Hornafjarðar Markmiðið með þessu samstarfi er að kynna ákveðin tímabil og stefnur í íslenskri myndlist og gefa gestum, gjarnan skólahópum, kost á leik og fræðslu með verkefnum til þess að glíma við og hafa gaman af. Á sýningunni Til sjávar og sveita eru tekin fyrir verk Gunnlaugs Scheving. Hann tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem fram komu í lok fjórða áratugarins þegar efnahagskreppa og þjóðfélagsátök beindu listamönnum inn á nýjar brautir. Landslagið var ekki lengur aðalviðfangsefnið heldur nánasta umhverfi og daglegt líf þar sem hversdagslegir hlutir, maðurinn og vinnan urðu hin nýju viðmið. Verkin koma öll úr safneign Listasafns Íslands sem varðveitir mikið safn verka hans, þar á meðal mörg frumdrög að stærri verkum. Á sýningunni verða nokkur af risastórum verkum Gunnlaugs en einnig minni verk, frumdrög og skissur. Þannig gefst tækifæri til að kynnast myndhugsun listamannsins og vinnuferli þar sem hann skoðar m.a. hvernig menn bera sig að við vinnu hvort heldur sjómaðurinn eða listamaðurinn. Verkn á sýningunni sýna hvernig listamaðurinn þróar hugmyndir sínar frá raunsæjum lýsingum af vinnandi mönnum til sjós yfir í táknrænar myndir af samlífi manns og náttúru.

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn