Listamenn

ER OKKAR VÆNST ? - Leynilegt stefnumót í landslagi

ER OKKAR VÆNST? - Leynilegt stefnumót í landslagi

8. mars – 4. maí 2008 

Tveimur ólíkum listakonum - sem báðar vinna með samfélagstengt efni- er teflt saman á núverandisýningu í Listasafni Árnesinga. Það er Hjálmar Sveinsson sem er sýningarstjóri en listakonurnar eru Borghildur Óskarsdóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir.

Við fyrstu sýn virðast verk þeirra Borghildar og Sigríðar eiga fátt sameiginlegt enda eru þær af sitt hvorri kynslóðinni og hafa unnið með ólík efni út frá ólíkum forsendum án þess að vita mikið hvor af annarri.

En þegar verkum þeirra er teflt saman skapast óvæntir snertifletir og spenna.

Í maí 1918 fóru hjónin Bjarni Bernharðsson og Ragnhildur Höskuldsdóttir með börnin sín fimm frá Hafnarfirði að bænum Sléttabóli í Gaulverjabæjarhreppi. Heimili þeirra hafði verið leyst upp en Bjarni átti sveitarfestu í Gaulverjabæjarhreppi og því bar þeim að fara þangað. Daginn eftir dreif að fólk til að sækja börnin.

Ári eftir flutning fjölskyldunnar var byggt sjúkrahús fyrir Suðurland rétt við Eyrarbakka. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni í íslenskum stíl með bröttum rauðmáluðum burstaþökum. Því var breytt í vinnuhæli árið 1929 og jarðirnar Litla- og Stóra-Hraun lagðar til þess. Síðan þá hefur „vinnuhælið“ jafnan verið kennt við Litla-Hraun.

Borghildur tengir sig og fjölskyldusögu sína við landslagið í Flóanum og víðar á Suðurlandi. Sigríður sýnir myndir af föngum og varpar um leið ljósi á framandi heim. Myndverk þeirra beggja endurspegla samfélagið á forsendum listrænnar endursköpunar.

í veglega sýningarskrá er grein eftir Hjálmar sýningarstjóra, sem er þekktur útvarpsmaður en hefur einnig unnið við sýningarstjórnun listsýninga.  Í sýningaskránna ritar einnig Margrét Frímannsdóttir, sem fædd er og uppalin í Flóanum.

Sunnudagsspjall kl. 15

Tilvalið tækifæri til að ræða um tilurð, framsetningu og inntak sýningarinnar

16. mars
Hjálmar Sveinsson, sýningarstjóri og útvarpsmaður

30. mars
Borghildur Óskarsdóttir, myndlistamaður og höfundur verka á sýningunni

13. apríl
Sigríður Melrós Ólafsdóttir, myndlistamaður og höfundur verka á sýningunni

27. apríl
Hannes Lárusson myndlistamaður og staðarhaldari að Austur-Meðalholti í Flóa

4. maí
Inga Jónsdóttir, safnstjóri

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn