Listamenn

50 ára afmæli

50 ára afmæli

Dagskrá 19. október 2013

Vatnslitamynd af Bjarnveigu Bjarnadóttur eftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1949.Vatnslitamynd af Bjarnveigu Bjarnadóttur eftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1949.Þann 19. október 1963 gáfu frú Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar Loftur og Bjarni Markús Jóhannessynir Árnesingum stóra málverkagjöf sem lagði grunninn að Listasafni Árnesinga. Við það tækifæri mælti Bjarnveig meðal annars:

„Ég lít svo á að það sé mikils vert fyrir listmenningu þjóðarinnar að listasöfn séu staðsett sem víðast og vænti þess að íbúum hinna fögru sveita og þorpa austanfjalls verði það menningarauki að eignast þetta safn málverka sem er hið fyrsta staðsett utan Reykjavíkur. Og ekki síst vænti ég þess að skólar héraðsins kynni nemendum sínum verk þessara 17 listamanna.“

Og við annað tækifæri:

„Þessi málverk voru gefin af heilum hug og með þeirri ósk að gjöfin yrði til menningarauka fyrir sýsluna og lyftistöng fyrir uppvaxandi kynslóðir, en góð list, hvort sem hún heitir myndlist, tónlist eða um er að ræða aðrar listgreinar, veitir gleði og eykur þroska þeirra sem jkóta. Því er það mikils virði að unga fólkið eigi þess kost að kynnast góðri list og ættu skólar að hafa slíkt í huga.“

Efnt verður til afmælishátíðar helgina 19. – 20. október 2013 og verður dagskrá hennar kynnt nánar þegar nær dregur en hver sýningaropnun á þessu ári er liður í því að halda upp á þessi tímamót. Í anda Bjarnveigar verður fræðslu- og upplifunargildi þeirra sýninga sem opnaðar verða á árinu gefin sérstakur gaumur gestum safnsins til gagns og gamans.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn