Listamenn

Tíminn í landslaginu

Tíminn í landslaginu

Ný kynslóð horfir á hið liðna öðrum augum en samtíðamenn. En til þess að skoða tengsl og rof millli kynslóða þótti forvitnilegt að skoða í samhengi við verk Ásgríms Jónssonar (1876-1958) verk Arngunnar Ýrar (1962). Á sýningunni eru því til sýnis verk tveggja listamanna af sitthvoru kyni, tveggja kynslóða, einstaklinga sem annars vegar námu í Evrópu en hins vegar í Bandaríkjunum.

Ásgrímur var frumkvöðull í íslenskri landslagslist við upphaf tuttugustu aldar, meistari ljóss og lita sem ferðaðist um sveitir landsins með málarastriga og trönur. Landslagshefðin hvarf að miklu leyti á áttunda áratugnum þegar nýlistin var að ryðja sér til rúms en smátt og smátt hafa sumir yngri listamenn fetað sig aftur á þær slóðir. Einn af þeim er Arngunnur Ýr, sem hefur leitað á marga þá staði sem Ásgrímur málaði áður, en sameinar þá líka stundum við ímyndað landslag eða fjallalandslag frá Kaliforníu þar sem hún býr þegar hún er ekki að ganga á fjöll á Íslandi eða mála á vinnustofu sinni í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð.

Þessi sýning er önnur í röð þriggja sem tileinkaðar eru þeim tímamótum að fimmtíu ár eru síðan Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar gáfu Árnesingum stóra málverkagjöf sem lagði grunninn að stofnun Listasafns Árnesinga. Alls gáfu þau sjötíu og þrjú verk á nokkra ára tímabili og þar af eru nítján eftir Ásgrím Jónsson, en hann var fæddur og uppalinn í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóanum og var náskyldur gefendunum.

Bjarnveig Bjarnadóttir var fyrsti forstöðumaður Ásgrímssafns sem er til húsa að Bergstaðastræti 74 í húsi sem Ásgrímur, við fráfall sitt, hafði ánafnað íslensku þjóðinni ásamt öllum listaverkum sinum í eigin eigu. Safn Ásgríms Jónssonar er nú deild innan Listasafns Íslands og naut Listasafn Árnesinga góðs af samstarfi við þessar stofnanir við undirbúning sýningarinnar. Öll verkin eftir Ásgrím koma úr safneign þessarra þriggja safna en verk Arngunnar koma víða að.

Jón Proppé með leiðsögn 18. ágúst kl. 16

Sunnudaginn 18. ágúst kl. 16 mun Jón Proppé, sem er sýningarstjóri sýningarinnar TÍMINN Í LANDSLAGINU; Ásgrímur Jónsson og Arngunnur Ýr, ganga um sýninguna með gestum, segja frá henni og svara spurningum sem vakna. Ásgrímur Jónsson (1876–1958) var frumkvöðull í íslenskri landslagslist við upphaf tuttugustu aldar, meistari ljóss og lita sem ferðaðist um sveitir landsins með málarastriga og trönur. Landslagshefðin hvarf að miklu leyti á áttunda áratugnum þegar nýlistin var að ryðja sér til rúms en smátt og smátt hafa sumir yngri listamenn fetað sig aftur á þær slóðir. Einn af þeim er Arngunnur Ýr (1962) sem hefur leitað á marga þá staði sem Ásgrímur málaði áður, en sameinar þá líka stundum við ímyndað landslag eða fjallalandslag frá Kaliforníu þar sem hún býr þegar hún er ekki að ganga á fjöll á Íslandi eða mála á vinnustofu sinni í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn