Listamenn

Hundur í óskilum

HUNDUR Í ÓSKILUM

Tónleikar í Listasafni Árnesinga sunnudaginn 18. ágúst kl. 17
lokatónleikar dagskrár Blómstrandi daga í Hveragerði

HUNDUR-Í-ÓSKILUM blómstrandi-2013

Hundur í óskilum er íslensk hljómsveit skipuð þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki G. Stephensen. Hljómsveitin, sem er upp runnin í Svarfaðardal, leikur á fjölda óvenjulegra hljóðfæra og spilar einkum lög annarra tónistarmanna í spaugilegum útsetningum. Hafa þeir félagar, sem báðir eru kennaramenntaðir, haldið fjölda tónleika og verið iðnir við að kynna grunnskólabörnum hinar fjölbreyttu hliðar tónlistarinnar. Þeir félagar í Hundinum sömdu tónlist fyrir sýningu Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og fluttu hana sjálfir á fjölunum. Fyrir tónlistina hlotnuðust þeim Grímuverðlaunin 2010. Þeir sömdu einnig og sviðsettu leikritið Saga þjóðar sem var frumsýnt og leikið nokkrum sinnum hjá Leikfélagi Akureyrar haustið 2011 en var síðan sýnt í Borgarleikhúsinu fram á vor 2013. Leikritið hlaut Grímuverðlaun 2012. Hljómsveitin gaf út plötu árið 2002 sem hét Hundur í óskilum. Seinni plata þeirra kom út árið 2007 og nefndist Hundur í óskilum snýr aftur.

 

Jón Proppé með leiðsögn 18. ágúst kl. 16

Sunnudaginn 18. ágúst kl. 16 mun Jón Proppé, sem er sýningarstjóri sýningarinnar TÍMINN Í LANDSLAGINU; Ásgrímur Jónsson og Arngunnur Ýr, ganga um sýninguna með gestum, segja frá henni og svara spurningum sem vakna. Ásgrímur Jónsson (1876–1958) var frumkvöðull í íslenskri landslagslist við upphaf tuttugustu aldar, meistari ljóss og lita sem ferðaðist um sveitir landsins með málarastriga og trönur. Landslagshefðin hvarf að miklu leyti á áttunda áratugnum þegar nýlistin var að ryðja sér til rúms en smátt og smátt hafa sumir yngri listamenn fetað sig aftur á þær slóðir. Einn af þeim er Arngunnur Ýr (1962) sem hefur leitað á marga þá staði sem Ásgrímur málaði áður, en sameinar þá líka stundum við ímyndað landslag eða fjallalandslag frá Kaliforníu þar sem hún býr þegar hún er ekki að ganga á fjöll á Íslandi eða mála á vinnustofu sinni í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn