Listamenn

Leyndardómar Suðurlands

Leyndardómar Suðurlands

Þekkir þú Listasafn Árnesinga?  

Listasafn Árnesinga er menningarstofnun og markmið og viðfangsefni þess er m.a. að efla áhuga, þekkingu og skilning á myndlist með sýningum, fræðslu, umræðum og öðrum viðburðum sem nýtast Árnesingum og gestum þeirra til gagns og ánægju.

Safnið er staðsett í Hveragerði en er rekið af öllum sveitarfélögunum átta í Árnessýslu.

  • Heimsókn í safnið hefur komið mörgum ánægjulega á óvart – hvað með þig?
  • Safnið er opið fimmtudaga – sunnudaga kl. 12 – 18.
  • Aðgangur er ókeypis, en hægt er að kaupa sýningarskrár og léttar veitingar á staðnum.
  • Börn og fjölskyldufólk er velkomið og aðstaða fyrir börn að njóta heimsóknarinnar.
  • Ýmis rit um myndlist eru aðgengileg fyrir gesti.

Í gangi er sýningin Nútímakonur þar sem verk eftir þær Björgu Þorsteinsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Þorbjörgu Höskuldsdóttur eru til sýnis. Útgangspunktur sýningarinnar eru þrjú verk í eigu Listasafns Árnesinga frá áttunda áratugnum en flest verkanna hafa þær unnið á síðustu árum. Þannig endurspeglar sýningin virkni þeirra því allar reka þær enn eigin vinnustofur. Nánari upplýsingar um sýninguna, listamennina og sýningarstjórann  er að finna með því að smella á heiti þeirra á forsíðunni.

Dagskrá í Listasafni Árnesinga 28. mars – 6. apríl   Opið fimmtud. – sunnud. Kl. 12-18

  • Sýningin Nútímakonur, Björg Þorsteinsdóttir · Ragnheiður Jónsdóttir · Þorbjörg Höskuldsdóttir. Sýningarstjóri: Hrafnhildur Schram.

  • Verðlaunaleikur í gangi Leyndardóms tímabilið – tilvalið fyrir fjölskylduna eða vini að leysa í sameiningu. Heppinn þátttakandi verður dreginn út þegar safninu verður lokað þann 6. apríl.
  • Sunnudaginn 30. mars kl. 15.  Sýningarspjall og gleði með Hrafnhildi, Björgu, Ragnheiði og Þorbjörgu þar sem þær leiða okkur um sýninguna, ferilinn og tíðaranda.
  • Sunnudaginn 6. apríl kl. 13.  Uppspretta hugmynda – dagskrá með bókasafninu í Hveragerði og Guðrúnu Mínervudóttur. Dagskráin hefst í Bókasafninu, Sunnumörk kl. 13 og síðan er gengið yfir í Listasafnið.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn