Listamenn

Uppspretta hugmynda

Uppspretta hugmynda
- dagskrá með Guðrúnu Eveu Mínervudóttur

Mæting á Bókasafnið í Hveragerði í Sunnumörkinni kl. 13. Þar mun Hlíf Arndal, forstöðumaður bókasafnsins, segja frá sýningu á málverkum Grétu Berg og steinum sem voru uppspretta þeirra verka. Hlíf mun einnig ræða ýmsar kveikjur að bókaskrifum og segja frá bókum þar sem Hveragerði kemur við sögu.

Þá verður gengið að Listasafninu þar sem Inga Jónsdóttir safnstjóri segir í örstuttu máli hvernig núverandi sýning, Nútímakonur, varð til, en því næst mun Guðrún Eva Mínervudóttir flytja erindi  um uppsprettu hugmynda út frá eigin verkum og með áherslu á það hversu gjöfult umhverfið, í víðum skilningi, getur verið.

Að endingu vonumst við eftir líflegum umræðum.

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn