Listamenn

Dagskrá með Grafíkfélaginu

Dagskrá með Grafíkfélaginu

Á síðasta sýningardeginun, sunnudaginn 11. maí kl. 16, efnir Félagið íslensk grafík eða Grafíkfélagið til stuttrar dagskrár í safninu, en félagið fagnar 60/45 ára afmæli á þessu ári allt eftir því hvort miðað er við fyrsta grafíkfélagið eða hið endurreista. Aðalhvatamaður að endurreisn félagsins var Einar Hákonarson en hann flutti til landsins djúpþrykkspressu eftir nám í Svíþjóð og hóf kennslu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í málmgrafík. Þá er einnig gaman að geta þess að Einar lét reisa núverandi safnhús Listasafns Árnesinga og rak þar Listaskálann á árunum 1997-2000.

Björg og Ragnheiður voru stofnfélagar og sátu báðar í fyrstu stjórn félagsins ásamt Einari þegar það var endurreist í núverandi mynd árið 1969, en upprunanlega var það stofnað árið 1954. Báðar sóttu námskeið í grafík hjá Einari Hákonarsyni í Myndlista- og handíðaskólanum og þær áttu mikilvægan þátt í útbreiðslu íslenskrar grafíkur á upphafsárum hins endurreista félags.

Björg, Ragnheiður og Þorbjörg vöktu allar eftirtekt þegar þær hófu sinn sýningarferil á áttunda áratugnum. Bakgrunnurinn sem mótaði uppvaxtarár þeirra er ný heimsmynd eftirstíðsáranna þegar íslenskt þjóðfélag breyttist úr hefðbundnu bændasamfélagi í nútímavætt borgarsamfélag. Alþjóðlegir straumar í bókmenntun, myndlist og fatatísku bárust hraðar til landsins og settu sterkan svip á þjóðfélagið sem og menningarlífið. Í þessari þróun öðluðust konur aukið frelsi, pólitískt, menntunarlega, fjárhags- og kynferðislega. Til varð hin nýja kvennahreyfing sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma og hún setti sitt mark á samfélagið hér á áttunda áratugnum. Hrafnhildur Schram er sýningarstjóri sýningarinnar en hún er m.a. þekkt fyrir rannsóknir sínar á íslenskum myndlistarkonum.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn