Listamenn

Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd

Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd

Um er að ræða 5 örmyndir sem innihalda stutta persónulega frásögn nokkurra Sunnlendinga.  Þær festa á filmu áhrifaríka staði, stórbrotna náttúru, upplifun af Suðurlandi, menningu, sögur, raunir, tilfinningar og fegurð - Suðurland í mannsmynd.

Örmyndirnar Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd:

  • Sölvi Arnarson bóndi í Efstadal í Bláskógarbyggð þar sem meðal annars er hægt að kaupa veitingar beint frá býli í fyrrum hlöðu.
  • Esther Helga Klemenzardóttir leikkona í Hveragerði sem vakti verulega athygli þegar hún lék Línu langsokk með Leikfélagi Hveragerðis.
  • Jón Tryggvi og Uni á Merkigili, tólistarmenn sem opnuðu hús sitt fyrir tónlistaruppákomur.
  • Erna Elínbjörg Skúladóttir leirkerasmiður með meiru í Bragganum í Birtingarholti við Flúðir.
  • Ólafur Sigurjónsson að Forsæti í Flóahreppi sem setti á stofn Tré og list þar sem varðveitt er saga handverks og uppfinninga ábúenda.

Örmyndirnar eru framleiddar af All Around Us productions, með styrk frá Menningarráði Suðurlands. All Around Us stofnuðu Halldóra Rut Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir fyrir um fjórum árum, er þær ferðuðust um landið í þeim tilgangi að fanga þau gildi sem eru allt í kringum okkur í hversdagsleikanum. Í kjölfarið hófu þær framleiðslu örmynda með persónulegri nálgun á fólk og þjóð - en það er einmitt fólkið sem gerir landið og menninguna. 

Örmyndirnar eru sýndar á skjá í safninu til 6. júlí og fram til 25. júní er einnig hægt að sjá leirmuni eftir Ernu E. Skúladóttur og rennda trémuni eftir Ólaf Sigurjónsson.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn