Listamenn

Vítamín Náttúra

Vítamín Náttúra

Um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti
Sýning um verðlaunað útskriftarverkefni í innanhússhönnun.

Anna Birna Björnsdóttir„Það hefur verið sýnt fram á að náttúran hefur sérstaklega jákvæð áhrif á samskipti, sambönd og heilsu í alla staði svo hví ekki að nýta hana sem úrræði í byggðu umhverfi?“ segir Anna Birna Björnsdóttir, sem lauk  nýverið meistaranámi frá Kunst- og designhøgskolen i Bergen, Noregi og hreppti útskriftarverðlaunin við það tilefni.

Lokaverkefni hennar, Vítamín Náttúra, fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti og er líkan að endurhæfingarstöð fyrir fjölskyldur. Anna Birna, sem ólst upp í Hveragerði hefur staðsett stöðina við lítinn foss sem heitir Baula, rétt fyrir ofan Hveragerði. Þar er hægt að baða sig í ánni og við lítinn hver sem hitar upp vatnið. Náttúran á svæðinu er hluti hönnunarinnar og notuð sem meðferðarúrræði. Vítamín Náttúra er sett upp í Listasafni Árnesinga í tengslum við Blómstrandi daga í Hveragerði.

Á námstímanum hefur Anna Birni vakið athygli fyrir verk sín. Þegar nýsköpunarmiðstöðin Impact Hub var að koma sér fyrir í Bergen var nemendum nokkurra hönnunarskóla í Noregi boðið að mynda vinnuhópa og senda inn tillögur að innréttingu aðstöðunnar. Tíu nemendahópar tóku þátt í þessari samkeppni og tillaga hópsins sem Anna Birna var í varð fyrir valinu. Impact Hub er með aðsetur í 36 borgum 5 heimsálfa og býður aðstöðu fyrir frumkvöðla til þess að vinna, hittast, læra, tengast og koma framskæknum hugmyndum af stað með sjálfbærni að leiðarljósi.

Anna Birna hannaði einnig fjölnota húsgagnið Brota sem sýnt var á virtri húsgagnasýningu, Stockholm Furniture Fair 2012. Þar náði Broti athygli nokkurra framleiðanda. Það verður einnig til sýnis ásamt útskriftaverkefninu Vítamín Náttúra til 6. júlí.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn