Listamenn

Snertipunktar

Snertipunktar

Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk eftir sjö íslenska myndlistarmenn sem fæddir eru á árunum 1948-1966. Þeir hafa sýnt verk sín sem sem tveir aðskildir listamannahópar bæði hér á landi og erlendis auk þess að standa fyrir rekstri sýningarýma. Annar hópurinn samanstendur af Önnu Eyjólfsdóttur, Ragnhildi Stefánsdóttur, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur, og Þuríði Sigurðardóttur, sem voru stofnendur StartArt gallerísins við Laugaveginn og ráku það ásamt fleirum á árunum 2007-2009. Hinn hópurinn samastendur af Birgi Snæbirni Birgissyni, Helga Hjaltalín Eyjólfssyni og Helga Þorgils Friðjónssyni. Um tíma rak Helgi Hjaltalín galleríið 20m2, Helgi Þorgils hefur rekið Gallerí Ganginn heima hjá sér í þrjá áratugi og Birgir Snæbjörn Gallerí Skilti við sitt heimili frá árinu 2007. Viðfangsefni og efnisnotkun þessarra listamanna er ólík og endurspeglar gróskuna í íslenskri samtímamyndlist. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa verið virkir í íslensku listalífi og jafnframt skapað sér vettvang erlendis.

Sýningarstjóri er Margrét Elísabet Ólafsdóttir, list- og fagurfræðingur. Hún hefur valið saman verk á sýninguna og ritar einnig grein í sýningaskrá þar sem hún fjallar um félagslegt samhengi myndlistar í sögulegu ljósi og veltir fyrir sér starfsumhverfi íslenskra myndlistarmanna.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn