Listamenn

Vegferð

VEGFERÐ – Halldór Ásgeirsson

Sýningin VEGFERÐ er í raun umfangsmikil dagbókarfærsla sem veitir innsýn inn í upplifun Halldórs Ásgeirssonar á náttúrunni og leiðir hans til að útfæra sína eigin heimsmynd. Sýningin er að hluta til yfirlit – og um leið endurlit til þess tíma sem Halldór byrjaði að vinna að myndlist. Hér sést að þráðurinn hefur aldrei slitnað og í yngri jafnt sem eldri verkum má greina ólíkar útfærslur á tilraunum listamannsins með sjálfsprottna skrift, gjörninga, og efni náttúrunnar: eld, vatn, og ljós, sem hann tók að vinna með snemma á ferlinum. Þannig lýsir Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur sýningunni í texta sýningarskrár sem gefinn er út um sýninguna. Halldór vinnur nú að útilistaverki við Kerhólsskóla í Grímsnes og Grafningshreppi og af því tilefni er ferill listamannsins kynnur í Listasafni Árnesinga. Svo skemmtilega vill til að fyrsta verk hans á opinberum vettvangi vann hann á útihús að Sogni í Ölfusi 1978. Halldór var einnig þátttakandi í því umróti sem átti sér stað í íslensku listalífi uppúr 1970 sem kynnast má á hinni sýningunni sem stendur í Listasafni Árnesinga á sama tíma. Þá urðu m.a. gjörningar sýnilegt listform og við opnunina flytur Halldór gjörning sem síðan verður sýnilegur á skjá.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn