Listamenn

Kammerkór Suðurlands

Kammerkór Suðurlands

Kammerkór Suðurlands var stofnaður árið 1997 og er skipaður tónlistarfólki frá Suðurlandi. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri.

Kórinn hefur komið víða við og flutt bæði andlega og veraldlega tónlist frá ýmsum tímum.

Á Sumartónleikunum 2004 flutti kórinn verk eftir breska tónskáldið Sir John Tavener en það var í fyrsta skipti sem samfelld dagskrá með verkum eftir tónskáldið var flutt hér á landi. Eitt verkanna, Shoun hymninn, tileinkaði Tavener kórnum. Í nóvember 2013 frumflutti kórinn Sonnettur Taveners, sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn, á tónleikum í Southwark Cathedral í Lundúnum. Vegna skyndilegs fráfalls Taveners, þremur dögum fyrir tónleikana, urðu þeir óvænt að minningartónleikum um tónskáldið og hlutu mikla umfjöllun í heimspressunni.

Facebook Kammerkórs Suðurlands
 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn