Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni
Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni.
2. desember kl. 20
KK og Ellen með jólatónleika.
Systkinin hafa bæði skapað sér nafn í tónlist og árið 2005 gáfu þau út sína fyrstu plötu saman, sem var jólaplatan Jólin eru að koma. Jólatónleikar þeirra hafa notið mikilla vinsælda enda hafa þau lag á því að skapa einstaka aðventustemningu með látlausum og hugljúfum flutningi.
Aðgangseyrir kr. 2.000.-