Listamenn

Leiðsögn og fjölskyldusmiðja - sunnudaginn 8. janúar

Leiðsögn og fjölskyldusmiðja

Ásthildur B. Jónsdóttir sýningarstjóri mun bjóða upp á leiðsögn um sýninguna Ákall og í framhaldinu bjóða þátttakendum að taka þátt í listasmiðunni Okkar náttúra – mínar óskir fyrir framtíðina. Fyrir er í listasmiðjunni bókverkið Okkar náttúra – mínar óskir fyrir framtíðina sem ungmenni á Suðurlandi unnu í tengslum við sýninguna og eru enn að. Með þátttöku vill Ásthildur hvetja gesti safnsins að taka virkan þátt og skoða um leið eigin lifsviðhorf til málefnisins.

Verkin á sýningunni velta m.a. upp vangaveltum um fegurð í hinu smáa, samhengi hluta og viðfangsefna, margslungnu sambandi náttúrunnar og hins manngerða, eðli flokkunarkerfa og neysluhyggju. Hver eru tengsl þekkingar, staðar og stundar? Hvernig getum við brugðist við breytingum í umhverfi okkar? Hvaða svigrúm hefur einstaklingurinn til að breyta sínu kerfisbundna daglega lífi? Hvernig getum við skapað samábyrgt þjóðfélag? Hver er mín ábyrgð? eru dæmi um spurningar sem vakna þegar sýningin er skoðuð.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn