Listamenn

Leiðsögn og listasmiðja - Viltu læra að búa til fjölnota tösku úr notuðu plasti?

Laugardaginn 7. mars kl. 13 - 16

Leiðsögn og listasmiðja
Viltu læra að búa til fjölnota tösku úr notuðu plasti?
Viltu fá leiðsögn um sýninguna?

TöskurHönnuðirnir Halldóra Gestsdóttir og Ingibjörg Petra Guðmundsdóttir, sem einnig eru listgreinakennarar kenna gestum hvernig gera má fjölnota töskur úr notuðum plastpokum. Þetta er einfalt og fljótlegt, eitthvað sem allir geta gert.

Kennslan fer fram á safninu laugardaginn 7. mars kl. 13-16 og þeir sem fyrstir koma komast fyrstir að og síðan koll af kolli, en einnig er hægt að læra aðferðina með því að fylgjast með. Allt sem þarf er á staðnum: notaðir plastpokar, smjörppír, straujárn og saumavélar, en ef þið eigið plastpoka í áhugaverðum litum eða annað litríkt plast þá er tilalið að taka það með og gefa því nýtt líf.

Meðan beðið er eftir því að komast að er hægt að skoða sýninguna en höfundar verkanna eru tuttugu og fjórir myndlistarmenn sem hafa skapað listaverk sem öll tengjast orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur. Verkin eiga það sameiginlegt að vekja gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn