Listamenn

Dagskrá tileinkuð 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Sunnudagur 8. mars kl. 13 - 16

Dagskrá tileinkuð 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Viltu taka þátt?
Leiðsögn um sýninguna

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sunnudaginn 8. mars kl. 13-16, minnumst við 100 ára kosningaafmælis kvenna með þátttökuverkefni þeim til heiðurs og í anda sýningarinnar ÁKALLs. Halldóra Gestsdóttir fatahönnuður og listgreinakennari býður gestum að vinna með sér verk úr endurnýttu efni. Gaman væri ef þeir sem vilja taka þátt komi með efnisbúta með sér til þess að nota í verkið. Bútarnir mega gjarnan eiga uppruna sinn í gamalli flík sem hefur misst hlutverk sitt og ekki er verra ef saga fylgir bútnum. Um leið og verkið er unnið fer fram umræða um stöðu kvenna í dag, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti og mannréttindi í stærra samhengi svo sem í samhengi samfélagslegrar virkni og áhrif dvínandi kosningaþátttöku.

Þátttaka í gjörningnum verður þannig myndræn yfirfærsla á framlagi einstaklinga til samfélagslegra málefna svo sem kosninga og með því að beita fyrir sér saumaskap er aldagamalli hefð kvenna haldið á lofti. Vert er að benda á að þátttaka í verkefninu er öllum opin, ekki síður körlum en konum.

Ásthildur Jónsdóttir sýningarstjóri mun verða með leiðsögn um sýninguna Ákall kl. 13:00 og kl. 15:00. Á sýninguna valdi hún verk tuttugu og fjögurra myndlistarmanna sem sem öll tengjast orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur. Verkin eiga það sameiginlegt að vekja gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn