Listamenn

Söngfuglar - níu stúlkur á aldrinum 10-12 ára Tilraunaverkefni sem lýkur með tónleikum 25. mars.

Söngfuglar - níu stúlkur á aldrinum 10-12 ára
Tilraunaverkefni sem lýkur með tónleikum 25. mars.

Í janúar s.l. fór af stað tilraunaverkefni í Hveragerði sem kallast en þá fengu nemendur í 5. og 6. bekk grunnskólans í Hveragerði tækifæri til að læra grunnatriði í söng bæði sem einsöngvarar og í hópi.

Níu stúlkur skráðu sig í námskeiðið og hafa þær sótt tíma einu sinni í viku og auk þess tekið þátt í kóramóti í Selfosskirkju ásamt um 120 þátttakendum í barna- og unglingakórum víðsvegar að af Suðurlandi.

Margrét S. Stefánsdóttir söngkennari við Tónlistarskóla Árnesinga hefur haft umsjón með verkefninu sem hefur gengið mjög vel.

Við verkefnalok er gestum boðið að hlýða á afraksturinn á tónleikum í Listasafni Árnesinga, miðvikudaginn 25. mars kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn