Listamenn

60 ára afmælið Tónlistaskóla Árnesinga

60 ára afmæli Tónlistaskóla Árnesinga
Tónlistarveisla í Listasafninu kl. 11 – 13

60 ára afmæli Tónlistaskóla Árnesinga Tónlistarveisla í Listasafninu

Tónlistaskóli Árnesinga fagnar 60 ára afmæli í ár. Af því tilefni er efnt til fjölbreyttrar hátíðardagskrár víðs vegar um sýsluna laugardaginn 18. apríl.

Listasafn Árnesinga samfagnar Tónlistaskólanum og býður nemendur og kennara skólans velkomna. Þeir ætla að láta tónlist af margvíslegum toga flæða um sali safnsins kl. 11-13 og er gestum boðið að njóta og samfagna.

Athugið að þennan dag opnar safnið klukkutíma fyrr en venjulega.

Sunnlendingar eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að fylgjast með blómlegu starfi skólans um alla sýslu og njóta hátíðarhaldanna. Gestir geta litið við í lengri eða skemmri tíma eftir því sem hentar hverjum og einum.

Hljómsveitir skólans nota tækifærið og selja „puttakökur“ í fjáröflunarskyni. Eldri strengjasveit skólans safnar m.a. fyrir ferð til Gdansk í Póllandi í sumar.

Heildar dagskráin í Árnessýslu er eftirfarandi:

Opið hús – tónleikar – spurningakeppni – kaffi – kökur

  • 9:30 - 12:00 Félagsheimili Hrunamanna Flúðum (nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi)
  • 10:00 - 11:30 Flóaskóli (nemendur úr Flóahreppi)
  • 11:00 - 12:00 Stokkseyri - Grunnskólinn (nemendur frá Stokkseyri og Eyrarbakka)
  • 11:00 - 13:00 Þorlákshöfn - Tónlistarskólinn
  • 11:00 - 13:00 - Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði
  • 13:00 - 16:00 Eyravegur 9, Selfossi

Stefnt er að því að sem allra flestir nemendur komi fram í tilefni hátíðarhaldanna

Viðburðir í tilefni af afmæli Tónlistarskóla Árnesinga
eru ókeypis og allir velkomnir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn