Listamenn

Kynningarsýning á hugmyndum Listvinafélagsins í Hveragerði

Kynningarsýning á hugmyndum Listvinafélagsins í Hveragerði

Listvinafelag syningaLA

Undanfarið hefur Listvinafélagið í Hveragerði unnið að útisýningu um listamennina í Hveragerði sem áformað er að verði staðsett í Lystigarðinum á Fossflöt. Kynningarsýning á hugmyndum og hönnun útisýningarinnar verður gestum til sýnis í safninu á opnunartíma þess frá og með 16. apríl til og með 26. apríl sem jafnframt er lokadagur sýningarinnar ÁKALLs.

Á aðalfundi Listvinafélagins sem haldinn verður í safninu sunnudaginn 19. apríl kl. 11 verður sýningin til umfjöllunar og gefst gestum þá einnig tækifæri til þess að ræða um sýninguna við hönnuðinn og aðstandendur hennar. Fundurinn er opinn öllum jafnt félagsmönnum sem öðrum. Samhliða kynningarsýningunni er leitað til gesta um ábendingar og hugmyndir til þess að fjármagna framkvæmd útisýningarinnar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn