Listamenn

Fjölskylduhátíð: Leitin að jafnvæginu á sumardaginn fyrsta, 23. apr. kl. 15-17

Fjölskylduhátíð: Leitin að jafnvæginu
á sumardaginn fyrsta, 23. apr. kl. 15-17

Þá stendur gestum til boða fjölskyldusmiðja undir leiðsögn Ásthildar Jónsdóttur sýningastjóra og lektors við Listaháskóla Ísland.

mandolur

Í kjölfar yfirferðar um sýninguna Ákall gefst gestum tækifæri til að vinna Mandölur úr náttúrulegum efnum og fundnum hlutum. Mandala grundvallast á hringformi og margþættum munstrum því tengdu. Orðið mandala er ættað úr sanskrít og merkir "heilagur hringur" eða hringrás eilífðarinnar og táknar alheiminn og eðli hins heilaga. Um þúsundir ára hafa frumbyggjar Norður-Ameríku, hindúar og búddistar notað mandölur við hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á jafnvægi líkama, hugar og anda.

Verkin á sýningunni Ákall tengjast orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur og eiga það sameiginlegt að vekja gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku. Á sýningunni má m.a. velta fyrir sér fegurð í hinu smá, stærra samhengi, margslungnu sambandi náttúrunnar og hins manngerða, eðli flokkunarkerfa og neysluhyggju. Hver eru tengsl þekkingar, staðar og stundar? Hvernig getum við brugðist við breytingum í umhverfi okkar? Hvaða svigrúm hefur einstaklingurinn til að breyta sínu kerfisbundna daglega lífi? Hvernig getum við skapað samábyrgt þjóðfélag?

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn