Listamenn

Safnadagurinn – listasmiðja

Safnadagurinn – listasmiðja

Á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 17. maí er gestum boðið að skoða tvær nýopnaðar sýningar í Listasafni Árnesinga, á opnunartíma safnsins kl. 12-18. Klukkan 14 er einnig boðið upp á mjög forvitnilega listasmiðju fyrir áhugasama á öllum aldri með listamanninum Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Þar mun hún sýna gestum hvernig hún vinnur með skautunarfilmur og bjóða gestum að prófa, en eitt verka Sirru á sýningunni Geymar byggir m.a. á þeirri tækni. Að sjá litlaust límband og glært plexigler breytast í liti er ævintýri líkast – en líka eðlisfræði.

Yfirskrift íslenska og alþjóðlega safnadagsins er söfn í þágu sjálfbærni. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á landinu og það er m.a. í anda sjálfbærni að þekkja, nýta og njóta þess sem í boði er í nærumhverfinu, skoða og skilja í stærra samhengi.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn