Umræðudagskrá: Sirra –samtímalist og samfélagið
Umræðudagskrá: Sirra –samtímalist og samfélagið
Þessari dagskrá er ætlað að gera samtímalist aðgengilegri, greina hvernig hún sprettur úr samtímanum og umhverfinu ásamt því að ræða hana í stærra samhengi. Vænst er þátttöku gesta og allar spurningar og vangaveltur vel þegnar.
Í pallborði verða:
- Árni Blandon kennari við FSU (Fjölbrautaskóla Suðurlands), Selfossi, en þar kennir hann meðal annars listir og menningu og hann er fyrrum kennari Sirru. Ólöf Sigurðardóttir listfræðingur, núverandi safnstjóri Hafnarborgar og í september tekur hún við sem safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.
- Ólöf hefur starfað með Sirru og hún lagði einnig grunn að safn-fræðsludeild Reykjavíkur þegar hún vann þar fyrr á árum og hún hefur líka starfað með Sirru og verið sýningarstjóri sýningar á verkum hennar.
- Sirra Sigrún Sigurðardóttir myndlistamaður og höfundur allra verkanna á sýningunni GEYMAR.
- Stjórnandi dagskrár er Inga Jónsdóttir safnstjóri LÁ og sýningarstjóri sýningarinnar.