Listamenn

Síðasti sýningardagur

Síðasti sýningardagur
– leiðsögn og sýningarspjall kl. 15

Sunnudaginn 12. júlí lýkur sýningunum Geymar ogFlassbakk og kl. 15 þann dag mun Sirra Sigrún Sigurðardóttir myndllistarmaður og Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga með gestum um safnið og ræða hugmyndirnar sem liggja að baki verkunum. Í samræðum við gestina veltum við fyrir okkur hvort og þá hvernig verkin geta haft áhrif á ímyndunarafl áhorfandans, einnig hvort og þá hvernig myndlist getur velt upp annarri sýn á tilveruna og örvað uppgötvun, sem er ekki síður mikilvægara en önnur þekkingaröflun? Einnig er áhugavert að spyrja um hvað hrífi listamann til sköpunar, hvort umhverfið hafi áhrif og þá hvað í umhverfinu.

Á sýningunni Geymar sjá má hvernig Sirra Sigrún Sigurðardóttir veltir fyrir sér ólíkum viðfangsefnum sem snerta mannlega tilvist og hverng þau eru kveikja verka hennar. Hún vinnur m.a. markvisst með tölfræðilegar upplýsingar, myndrænar niðurstöður kenninga eða vísindarannsókna, ummyndar þær og aðlagar lögmálum myndlistar s.s. lit, formi, rúmi og tíma. Víða má sjá tilvísanir í listasöguna, ýmist persónulega eða í víðara samhengi bæði blandaða kímni og alvöru.

Á sýningunni Flassbakk eru verk úr safneign Listasafns Árnesinga, sem Sirra var fengin til þess að velja og setja saman í sýningu sem bæði kallar fram endurminningar hennar frá safninu sem var staðsett á Selfossi ásamt Byggðasafni Árnesinga og náttúrugripadeild þess, þegar hún var að alast þar upp og kallast líka á við sýninguna Geymar og listsköpun Sirru.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn