Listamenn

Vinnustofur í myndlist í Listasafni Árnesinga í október og nóvember

Vinnustofur í myndlist í Listasafni Árnesinga í október og nóvember

Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður leiðbeinir í tveimur vinnustofum.

gudrun tryggvadottir vid vinnu sinaHugmynd og túlkun

fyrir unglinga á öllum aldri, fólk sem fæst eitthvað við myndlist og hefur einhverja reynslu og áhuga á að læra meira um hvernig fanga má hugmyndir og þroska þær áfram í myndmáli. Lögð er áhersla á að aðstoða hvern og einn persónulega.
8 skipti, 3 tímar í senn, samtals 24 klst.

  • Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði
  • Tími: fimmtudagar kl. 18:00 - 21:00, 1. okt. - 19. nóv.
  • Hámarks fjöldi þátttakenda: 10
  • Námskeiðsgjald: 28 þús.
  • Innritun í síma 863 5490 og á netfangið gunna@tryggvadottir.com

Módelteikning

Námskeið í módelteikningu fyrir byrjendur sem og lengra komna. Teiknað og málað eftir lifandi fyrirmynd og ýmsar aðferðir til formskynjunar kannaðar enda er formskynjun eitt af grundvallaratriðum allrar myndgerðar.
4 skipti, 5 tímar í senn, samtals 20 klst.

  • Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði
  • Tími: kl. 10:00 - 15:00 annan hvorn laugardag, 10. og 24. okt. og 7. og 21. nóv.
  • Hámarks fjöldi þátttakenda: 10
  • Námsskeiðsgjald: 30 þús.
  • Innritun í síma 863 5490 og á netfangið gunna@tryggvadottir.com

Guðrún Tryggvadóttir

er starfandi myndlistarmaður til áratuga. Guðrún hefur langa reynslu af myndlistarkennslu, byrjaði að aðstoða Hörð Ágústsson kennara sinn við módelteiknikennslu þegar hún var sjálf aðeins 18 ára og nemandi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún kenndi einnig í málaradeild sama skóla eftir að hún kom heim frá námi í Frakklandi og Þýskalandi og rak sinn eigin skóla, RÝMI myndmenntaskóla í Reykjavík á árunum 1992-93. Guðrún hefur einnig kennt hugmyndavinnu við Listaháskóla Íslands og á nokkrum sumarnámskeiðum í Listasafni Árnesinga.

Guðrún er formaður Listvinafélagsins í Hveragerði, framkvæmdastjóri og hönnuður vefsins náttúran.is. Hún er með vinnustofu í hlöðunni í Alviðru, umhverfisfræðslusetri við Sogið í Ölfusi og mun halda sýningu á verkum sínum þar í lok september næstkomandi. Sjá nánar um verk og feril Guðrúnar á tryggvadottir.com.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn