Listamenn

Að veita og þiggja

Að veita og þiggja

Jón, Ásborg og Eva

Umræðudagskrá í Listasafni Árnesinga í tengslum við sýninguna Gullkistan: 20 ár,
Sunnudaginn 13. sept. kl. 13 – 14:30

Frummælendur:

  • Jón Özur Snorrason : Gesturinn
    • Jón hefur tekið þátt í því að taka á móti gestum Gullkistunnar og hefur einnig verið í sporum gestsins og notið dvalar í „residensíu“ erlendis.
  • Ásborg Arnþórsdóttir : Ferðamaðurinn
    • Ásborg er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu
  • Guðrún Eva Mínervudóttir : Nærumhverfi sköpunar
    • Guðrún er rithöfundur sem býr í Hveragerði

Miðað er við 10-15 mín. erindi frá hverjum framsögumanni og síðan umræðum með þátttöku gesta. Í pallborði munu einnig sitja Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir stofnendur Gullkistunnar. Umræðum stjórnar Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga.

Gert er ráð fyrir að dagskráin verði að hámarki einn og hálfur tími.


Alda Sigurðardóttir

Sunnudaginn 20. september kl. 15 fer Alda Sigurðardóttir með gestum um sýninguna Gullkistan: 20 ár og fjallar um sýninguna og starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni. Alda stofnaði og rekur Gullkistuna ásamt Kristveigu Halldórsdóttur. Starfsemin hófst sem stór listahátíð 1995, en frá 2009 er Gullkistan miðstöð sköpunar þar sem listamenn geta dvalið og starfað. Alda lærði tískuteikningu í París og lauk síðan námi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Alda hefur sinnt margvíslegum störfum við hönnun og í leikhúsi, stjórnað viðburðum og rekið eigin fyrirtæki. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar hér heima og erlendis. Alda rak ásamt öðrum alþjóðlega sýningarstaðinn GUK (1999-2006), var hugmyndasmiður og framkvæmdastjóri útisýningarinnar Ferjustaður á Selfossi (2009).


Sunnudaginn 11. október kl. 15 fer Kristveig Halldórsdóttir fer með gestum um sýninguna Gullkistan: 20 ár og fjallar um sýninguna og starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni. Kristveig stofnaði og rekur Gullkistuna ásamt Öldu Sigurðardóttur. Starfsemin hófst sem stór listahátíð 1995, en frá 2009 er Gullkistan miðstöð sköpunar þar sem listamenn geta dvalið og starfað.

Kristveig

Kristveig er myndlistarmaður og kennari í Reykjavík. Hún lauk meistaranámi frá listaháskólanum í Osló árið 1998 með sérhæfingu í textílmyndlist og notkun handgerðs pappírs og plöntutrefja sem hún hélt áfram að nota eftir að hún sneri aftur til Íslands. Myndlist Kristveigar hefur smám saman þróast yfir í notkun annarra miðla og aðferða, einkum ljósmynda og tölvumyndvinnslu en með áframhaldandi tengingu við textíl.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn