Listamenn

MÖRK

MÖRK

Á sýningunni Mörk má sjá verk eftir myndlistarmennina Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur. Heiti sýningarinnar hefur jafn margar og ólíkar tilvísanir sem verkin en ein tilvísunin er í skóginn, sem leggur grunn að pappírsgerð, en það er efni allra verkanna á sýningunni. Heitið getur líka þýtt einskonar línu eða þröskuld sem þær sem skapendur og við sem áhorfendur ýtum á eða yfirstígum. En þó að efniviður verkanna sé pappír þá er hann af ýmsum gerðum og úrvinnslan margbreytileg. Eygló höfðar til tilfinninga í sínum verkum með litum og formgerð, Jóna Hlíf vinnur með beinskeittar samfélagslegar tilvísanir, Karlotta leggur fram óræð stór vatnslitaverk og Ólöf Helga glæðir verk sín skemmtilegum gáska. Verkin sem ýmist eru tvívíð eða þrívíð skapa áhugavert samtal og samhengi sín á milli og koma á óvart.

Eygló Harðardóttir

Eygló (1964) lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987 og framhaldsnámi frá AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede Í Hollandi 1990. Árið 2005 lauk hún B.Ed.-gráðu frá menntavísindadeild Háskóla Íslands og 2014 lauk hún MA-gráðu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Samhliða listsköpun sem hún hefur notið viðurkenningar og styrki fyrir, hefur Eygló sinnt kennslu bæði í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum í Reykjavík að hluta og með hléum. Eygló hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna.
eyglohardardottir.net

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf (1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Samhliða listsköpun starfar Jóna Hlíf sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og er stundakennari hjá Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólanum á Akureyri. Jóna Hlíf hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna.
jonahlif.is

Karlotta J. Blöndal

Karlotta (1973) útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1997. Hún var við framhaldsnám í Hollandi og Svíþjóð og lauk MFA-námi frá Listaháskólanum í Malmö árið 2002. Karlotta hefur samhliða listsköpun komið að nokkrum listamannareknum rýmum, staðið að útgáfu listtímarita, m.a. Sjónauka og fengist við kennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún á að baki fjölmargar einka- og samsýningar hér heima og erlendis, m.a. í Þýskalandi, S-Kóreu og á Norðurlöndunum.
this.is/alphabet

Ólöf Helga Helgadóttir

Ólöf Helga (1972) stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands árið 2001, útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og MFA-gráðu í myndlist frá Slade School of Fine Art í London árið 2010. Ólöf hefur sinnt listsköpun frá námslokum, tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis, haldið nokkrar einkasýningar og framundan er einkasýning í Malmö.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn