Listamenn

Safnahelgin í Listasafni Árnesinga

Safnahelgin í Listasafni Árnesinga

Fjölbreytt dagskrá í Listasafni Árnesinga Safnahelgina 30. okt. - 1. nóv.

Föstudagur 30. október kl.17

Svanur og GunnaDagskrá við upphaf safnahelgar. Kynnt verður dagskrá helgarinnar í Hveragerði um leið og sýningin Listamannabærinn Hveragerði er opnuð í Listasafni Árnesinga. Sýningin sem hönnuð er af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni og formanni Listvinafélagsins í Hveragerði , verður sameinuð á ný almenningi til sýnis um leið og fyrirhuguð útisýning félagsins er kynnt. Sýningin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði og sex rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma. Á útisýningunni munu fleiri listamenn bætast við.

 

Listamannabærinn Hveragerði


Laugardagur 3. október kl. 15 - Dagur myndlistar

Á degi myndlistar efnir Listasafn Árnesinga til listamannaspjalls. Tveir af fjórum höfundum listaverkanna á sýningunni Mörk, þær Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Ólöf Helga Helgadóttir ræða við gesti um sýninguna, einkum verkin sín og starfsvettvag myndlistarmanna. Jóna Hlíf er einnig formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, sem lagði upp með dag myndlistar.   Ólof Helga við eitt verk sitt lrÍ safninu verður einnig listi yfir opnar vinnustofur í Hveragerði þennan dag og upplýsingar um dagskrá Bókasafnsins. Í safninu er einnig aðstaða fyrir gesti til að skapa.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir listakona


Sunnudagur 1. nóvember kl. 15-16

Hörður Friðþjófsson með gítarinnAð aflokinni afhjúpun nýjasta söguskiltis Hveragerðisbæjar við Drullusundið er tilvalið að koma í safnið og eiga þar notalega eftirmiðdagsstund. Hörður Friðþjófsson mun leika af fingrum fram vel þekkta íslenska og erlenda tónlist. Á meðan geta einstaklingar, fjölskyldan eða vinir notið sýninganna, lesið eða gluggað í gnótt listaverkabóka, skapað með pappír, litum og lími í listasmiðjurýminuog í kaffistofunni verður hægt að kaupa veitingar í meira úrvali en venjulega. Aðgangur að safninu og listasmiðju er ókeypis.

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn