Listamenn

Komdu og taktu þátt í kertagerð

Komdu og taktu þátt í kertagerð

Sunnudaginn 6. desember býður Listasafn Árnesinga öllum að taka þátt í kertagerð undir leiðsögn Guðrúnar Tryggvadóttur í Listasafni Árnesinga

kertagerd
Þann sama dag opnar jóladagatal Hveragerðisbæjar í Lisasafninu með tákninu „kerti“ og eftirfarandi skýringartexta:

„Kertaljósið er í hefðbundnu jólahaldi okkar jólaljósið sjálft. Ljósið býr yfir djúpstæðri merkingu um jólaboðskapinn. Það býr yfir frumkraftinum; eldinum sem er táknrænn fyrir lífið sjálft, einkum hið innra líf. Það er ljósið innra með okkur; trúin, vonin og kærleikurinn.“

Það er bæði skemmtilegt og tiltölulega auðvelt að gera kerti úr kertaafgöngum. Gott er að safna öllum kertaafgöngum saman yfir árið og nota svo í ný kerti fyrir jólin.

Heimagerð kerti eru persónuleg gjöf sem gaman er að gefa þeim sem okkur þykir vænt um.

Hvað þarf að koma með?

  • löngun til þess að taka þátt og sjá
  • kertaafganga ef þeir eru til
  • form sem þig langar til að nota. Form til að steypa kerti í eru til á hverju heimili. Það er upplagt að nota skyrdósir, jógúrtdollur eða lítlar fernur t.d. utan af rjóma en svo má láta hugmyndaflugið finna til eitthvað annað skemmtilegt til að steypa kerti í.
  • gamla vaxliti, of stutta eða brotna, ef þeir eru til, en þeir eru tilvaldir til þess að lita kertavaxið.

Kveikjuþráð og annað sem til þarf verðum við með á safninu.

Kertagerðin hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 16:00.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn