Listamenn

Listrými, myndlistarnámskeið

LISTRÝMI fjölbreytt myndlistarnámskeið í umsjá Guðrúnar Tryggvadóttur.

ListrýmiGuðrún nam myndlist í Akademie der Bildenden Künste í München 1979-83, Ecole Nationale Superieure des Beaux Arts í París, 1978-79 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-78. Hún hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, myndskreytt barnabókina Furðudýr í íslenskum þjóðsögum og undanfarin ár hefur hún rekið umhverfisvefinn nattura.is, sem hún stofnaði 2006.

Guðrún stofnaði RÝMI - Myndmenntaskóla, haustið 1992, þá nýkomin heim frá Bandaríkjunum, en skólinn var aðeins starfræktur þennan eina vetur því hún flutti aftur til Þýskalands vorið 1993. Guðrún stýrði skólanum, skipulagði allt nám og kynningar og fékk aðra myndlistarmenn með sér til að leiðbeina á námskeiðum.

Í RÝMI voru einnig fluttir fyrirlestrar og haldnar sýningar og ýmis helgarnámskeið í hugmyndafræði og tækniútfærslum. Aðsókn var gríðarlega góð en um 250 nemendur sóttu þar nám á vetrar- og vorönn 1992-93.

Nú er ætlunin að bjóða Sunnlendingum að njóta góðs af reynslu Guðrúnar með þátttöku í fjölbreyttum myndlistarnámskeiðum undir yfirheitinu LISTRÝMI.

Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði.

Allir geta teiknað! - Teikning 1

Undirstöðuatriði teikningar. Þjálfun í að horfa á myndefnið með hreinum huga og koma til skila með fjölbreyttum tækniaðferðum. Unnið út frá verkefnum jafnframt því sem lögð er áhersla á að skissa og halda utan um eigin hugmyndir.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 7 janúar - 18. febrúar 2016.
Tími: Fimmtudagar 18:00 - 20:30
Tímar: 7 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 17,5 tímar.
Verð: 25 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Vatnslitamálun - Málun 1

Undirstöðuatriði málunar með vatnslitum og blandaðri tækni. Kafað í lita- og formfræðina, bæði á efnislegan og persónulegan hátt. Unnið út frá verkefnum, tilraunum og eigin hugmyndum.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 10. mars - 28. apríl 2016.
Tími: Fimmtudagar 18:00 - 20:30.
Tímar: 8 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 20 klst.
Verð: 28 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Fjarvídd og aðrar víddir - Teikning 2

Undirstöðuatriði fjarvíddar, að koma rými til skila á myndfletinum. Auk klassískrar fjarvíddarteikningar gefa litir og form, rými og fjarlægðir til kynna.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 30. jan. - 20. febrúar 2016.
Tími: Laugardagar 11:00 - 13:30
Tímar: 4 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 10 klst.
Verð: 16 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Módelteikning - Teikning 3

Teiknun og málun eftir lifandi fyrirmynd. Styttri og lengri stellingar og áhersla lögð á fjölbreytta tækninotkun.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 12. mars - 2. apríl 2016.
Tími: Laugardagar 11:00 - 13:30.
Tímar: 4 skipti, 2,5 klst. í senn. Samtals 10 klst.
Verð: 24 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Olíumálun - Málun 2

Gerð og meðferð olíulita. Lögð áhersla á að gera tilraunir með ýmsar aðferðir til að kanna möguleikana sem olíutæknin býr yfir. Vinnustofa fyrir fólk sem hefur þegar einhverja reynslu af því að mála með olíulitum.
Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.
Tímabil: 9. - 30. apríl 2016.
Tími: Laugardagar 11:00 - 14:30.
Tímar: 4 skipti, 3,5 klst. í senn. Samtals 14 klst.
Verð: 22 þús.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Skráning á gudrun@tryggvadottir.com og frekari upplýsingar í síma 863 5490.

Hægt er að panta Gjafakort fyrir allar vinnustofurnar.

10% afsláttur ef fleiri námskeið en eitt er sótt.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn