Listamenn

Eygló með listamannaspjall

Eygló með listamannsspjall

Eygló HarðardóttirSunnudaginn 7. febrúar kl. 15 gefst gestum tækifæri til þess að svala forvitni um tilurð nokkurra verkanna með því að eiga beint samtal við listamanninn Eygló Harðardóttur. Með litum og formgerð höfðar Eygló til upplifunar og tilfinninga áhorfandans, upplifun sem ávallt er persónuleg. Eygló mun ræða um við gesti hvernig við skynjum liti og form í rými en það er háð ýmsum þáttum og skilyrðum. Hún mun einnig segja frá hvernig hugmyndir vakna og glímuna við að útfæra þær.

Eygló nam myndlist bæði hér heima og í Hollandi og hefur notið ýmissa viðurkenninga fyrir list sína. Samhliða listsköpun hefur hún sinnt listkennslu við Listaháskólann og Myndlistaskólann í Reykjavík með hléum.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn