Listamenn

Karlotta með listamannaspjall

Karlotta með listamannsspjall

Karlotta BlondalSunnudaginn 21. febrúar kl. 15 á síðasta sýningardegi sýningarinnar MÖRK gefst gestum tækifæri til þess að svala forvitni um verk listamannsins Karlottu Blönda. Verk hennar á sýningunni eru tilraunir með vettvang og viðfangsefni. Þau eru óræð og flest stór vatnslitaverk sem geta vakið upp ýmis áhugaverð hugrenningatengsl svo sem við textíl, innyfli, náttúru og búa yfir fjölbreyttum blæbrigðum lita. Karlotta mun ræða við gesti um hvernig hún vinnur verkin og hvaðan hún sækir hugmyndirnar að þeim.

Karlotta nam myndlist bæði hér heima og í Svíþjóð og hefur sýnt víða. Auk listsköpunar hefur hún komið að útgáfu, rekstri sýningarrýma og kennslu í Myndlistaskóla Reykjavíkur.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn