Listamenn

Keramík

Keramík

Á þessu ári fagnar Leirlistafélag Íslands 35 ára afmæli og af því tilefni efnir safnið til sýningar á verkum 47 félagsmanna sem eru:
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Arnfríður Lára Guðnadóttir, Auður Inga Ingvarsdóttir, Bjarni Viðar Sigurðsson, Dagný Gylfadóttir, Dóra Árna, Elín Guðmundsdóttir, Embla Sigurgeirsdóttir, Erla Huld Sigurðardóttir, Eygló Benediktsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Hafdís Brands, Halla Ásgeirsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Helga Jóhannesdóttir, Herborg Eðvaldsdóttir, Hólmfríður Arngrímsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Hrönn Waltersdóttir, Inga Elín, Ingibjörg Klemenzdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Katrín V. Karldóttir – Kvalka, Kogga – Kolbrún Björgólfsdóttir, Kolbrún Kjarval, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Magnús Þorgrímsson, Mansý – Margrét Árnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Olga Dagmar Erlendsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragna Ingimundardóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Rannveig Tryggvadóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir, Sigrún Jóna Norðdahl, Sólveig Hólm, Steinunn Marteinsdóttir, Svafa Björg Einarsdóttir, Svetlana Matusa – Lana, Unnur Sæmundsdóttir, Þóra Breiðfjörð, Þórdís Baldursdóttir, Þórdís Sigfúsdóttir

Viðfangsefni sýningarinnar er að sýna fjölbreytileika fagsins. Verkin afmarkast við ker, skál eða vasa, það er að segja ílát sem geta borið vatn en með smá útútdúrum og þau eru frá ýmsum tímum. Í fagfélög kemur fólk og fer og er misvirkt á mismunandi tímum eins og gengur. Á þessari sýningu eru eingöngu félagar sem eru skráðir í Leirlistafélag Íslands í dag og því er sýning ekki tæmandi yfirlit yfir þá sem eru virkir í keramík á Íslandi í dag - þeir eru fleiri. Engu að síður má þar sjá margbreytileika og grósku sem vert er að fylgjast með og hvetja til frekari dáða. Á sýningunni eru verk eftir reynslumikla frumkvöðla í sögu leirlistar hér á landi en einnig yngri hönnuði og listamenn sem hafa fullan hug á viðgangi fagsins. Sjá má aukna áherslu á hönnun og fjöldaframleiðslu en þó með virðingu fyrir handverkinu og hugvitinu.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn