Listamenn

KvíKví

KvíKví

Þýski listamaðurinn Heike Baranowsky er höfundur þessarar margmiðlunar innsetnningar, sem rekja má til upplifunar sem vinkonurnar Heike og Ursula Rogg deildu í Íslandsferð árið 2012. Þær komu gangandi af fjöllum að Seljavallalaug við rætur Eyjafjallajökulls þegar á móti þeim ómaði söngur frá kór ofan í lauginni. Upptendraðar af krafti og fegurð þessa augnabliks ákváðu þær að reyna að endurskapa atburðinn. Þær snéru aftur til Íslands tveimur árum síðar í leit að kór og til þess að vinna verk út frá sterkum en einnig óljósum minningum. Það eina sem þær vissu fyrir víst var að það yrði söngur - og hann myndi eiga sér stað í laug. Þær kynntust kórstjóranum Gróu Hreinsdóttur sem setti saman kór af konum sem flestar eru búsettar í nágrenni Seljavallalaugar en þær eru:
Anna Guðlaug Albertsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir, Ásdís Arnaróttir, Ásdís Þ. Hafsteinsdóttir, Dóra Hrund Gísladóttir, Elín Jónsdóttir, Guðríður Júlíusdóttir, Jóhanna E. Gunnlaugsdóttir, Regína Róbertsdóttir, Sigríður Tryggvadóttir.

Söngkonurnar tíu stigu út fyrir þægindaramma sinn í eina viku, yfirgáfu sitt daglega líf til þess að að syngja, æfa og þróa gjörning, ásamt Heike, Ursulu og Gróu kórstjóra. Gamla þjóðvísan Móðir mín i kví kví sem fjallar um sorglega sögu sem tekur ævintýra beygju reyndist verða útgangspunktur margra spuna og þaðan er titill gjörningsins og sýningarinnar fenginn. Gjörningurinn fór fram í og við Seljavallalaug þar sem hann var tekinn upp og Heike hefur síðan unnið verkefnið frekar og sett upp sem margmiðlunar innsetningu í Berlín og nú í Listasafni Árnesinga.

Hljóðupptaka: Thomas Meier
Myndataka: Heike Baranowsky og Volker Gläser

Heike Baranowsky

fæddist árið 1966 í Augsburg, Þýskalandi og býr í Berlín. Hún nam myndlist í München, Hamborg og Berlín og lauk MFA-gráðu árið 1999 frá Royal College of Art í London. Hún var gestalistamaður og -kennari við Art Center College of Design í Pasadena í Bandaríkjunum, 2001-2003. Árið 2005 varð hún prófessor í ljósmyndun við Listaháskólann í Bergen, Noregi. Frá árinu 2008 hefur hún verið prófessor í myndlist við Akademie der Bildenden Künste í Nurnberg, Þýskalandi.

Heike Baranowsky er þekktur vídeólistamaður og hefur átt verk á sýningum víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún átti verk á enduropnunarsýningu MOMA í New York árið 2004.

www.heikebaranowsky.de

Helstu sýningar:

Einka: Kunstverein Frankfurt (1997), Entwistle London (1999), Kunst-Werke Berlin (2001), Museo Tamayo Arte Contemporáneo, Mexico City (2005), Galerie Barbara Weiss, Berlin (1998, 2000, 2003, 2006, 2010, 2015), G Fine Art Washington, DC (2006), Kunstfenster at BDI, Berlin (2008), Kunsthalle Nürnberg and Lentos Museum Linz (2013).

Samsýningar: newcontemporaries ’98, Liverpool and London (1998), Berlin Biennale, Berlin (1998), Loop - Back to the Beginning , P.S.1 Contemporary Art Center, New York / CAC Cinncinati, Ohio (2001), en route, Serpentine Gallery, London (2002), MoMA Reopen, Museum of Modern Art, New York (2004),Convergence at E 116˚/ N 40˚, 789 Dayaolu Workshop, Beijing (2005), 40 Years Video. Video Art in Germany from 1963 until today, ZKM, Karlsruhe and other venues (2006), DESTROY, SHE SAID, Julia Stoschek Collection, Düsseldorf (2007), As Time Goes By, Berlinische Galerie, Berlin (2009), Critique and Clinic, 62nd International Film Festival, Forum Expanded, Berlinale (2012).

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn