Listamenn

Ikebana

Ikebana

Íslensku og japönsku hand- og hugverki teflt saman í Listasafni Árnesinga, laugardaginn 23. apríl kl. 14 - 16

Etsuko Satake listakonaEtsuko SatakeYukie Moriyama listakonaYukie MoriyamaÍ tilefni af 35 ára afmæli Leirlistafélags Íslands, 35 ára afmæli Íslensk-japanska félagsins og 70 ára afmæli Hveragerðisbæjar verður efnt til viðburðar í Listasafni Árnesinga laugardaginn 23. apríl kl. 14:00 – 16:00. Að viðburðinum koma japanskir blómaskreytingameistarar og útfæra blómaskreytingar á japanska vísu með blómum frá Hveragerði. Þeir hafa valið sér ker og vasa af sýningu Leirlistafélagsins og útfæra ólíkar skreytingar með blómum og greinum með tilliti til forms, litar og stærðar verkanna.

Blómaskreytingameistararnir eru Yukie Moriyama og Etsuko Satake en Kristín Ísleifsdóttir, fyrrverandi formaður Íslensk-japanska félagsins og félagi í Lerilistafélaginu, hefur umsjón með viðburðinum og mun ásamt þeim Yukie og Etsuko upplýsa fólk um ikebana.

Ikebana verkin munu síðan verða áfram til sýnis í safninu eftir því sem líftími blómanna gefur tilefni til.

 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn