Listamenn

Pétur Thomsen: Tíð / Hvörf

Pétur Thomsen: Tíð / Hvörf

Petur ThomsenPétur Thomsen

Við gerð verkanna á sýningunni Tíð / Hvörf notar Pétur stafræna ljósmyndavél og sýnir okkur á ljóðrænan hátt hvernig tíminn hefur sett mark sitt á lífið í kringum hann og breytingar í náttúrinni  dag frá degi. Verk hans á sýningunni hafa ekki verið sýnd áður utan eitt og þau fjalla bæði um náttúruna sjálfa og smáatriðin sem við tökum sjaldan eftir í daglegu flæði tímans. Þau fjalla líka um inngrip mannsins í þessa sömu náttúru, hvernig  maðurinn, meðvitað eða ómeðvitað, hefur áhrif á náttúruna eins og segir í texta Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttu, menningarfræðings í sýningarskrá. Pétur nam listfræði, fornleifafræði og ljósmyndun í Frakklandi og hefur notið velgengni sem listamaður hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi frá því hann lauk meistaragráðu í ljósmyndun árið 2004. Hann er búsettur á Sólheimum í Grímsnesi.

Í safninu standa nú tvær sýningar á verkum tveggja áhugaverðra listamanna, Rúríar og Péturs Thomsen sem eiga það sameiginlegt að fjalla m.a. um tímann. Verkin fela líka í sér vangaveltur sem sóttar eru í viðfangsefni úr nærumhverfinu hér en eiga sér einnig víðari skírskotanir. Báðir listamennirnir eiga það líka sameiginlegt að vera þekktir fyrir að fjalla um samskipti manns og náttúru.

Pétur Thomsen

Pétur er fæddur í Reykjavík 1973, en býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hann nam frönsku, listfræði og fornleifafræði við Háskóla Paul Valéry í Montpellier í Frakklandi 1997-1999. Árið 2001 lauk hann BTS- gráðu í ljósmyndun frá Ecole Supérieure des Métiers Artistiques í Montpellier og MFA-gráðu 2004 frá École Nationale Supérieur de la Photographie (ENSP) í Arles, Frakklandi. Pétur er einn stofnenda FÍSL, félags íslenskra samtímaljósmyndara og fyrrum stjórnarformaður og nú annar tveggja stjórnenda Ljósmyndahátíðar Íslands. Hann hefur verið mikilsvirtur í sýningarhaldi hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi og hefur notið ýmissa viðurkenninga og verðlauna, m.a. alþjóðlegu unglistaverðlaun LVMH, hlotið starfslaun listamanna og verk hans er að finna víða í opinberum sem og einkasöfnum. Árið 2005 var Pétur valinn af Elysée safninu í Sviss til þátttöku í sýningunni ReGeneration, 50 ljósmyndarar framtíðarinnar og einkasýningin Aðflutt landslag, í Listasafni Íslands var valin sýning ársins 2010. Undanfarið hefur viðfangsefni Péturs helst verið umbreytingar í umhverfinu þar sem einkum er til skoðunar umráðaréttur á náttúrunni.

www.peturthomsen.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn