Listamenn

Opin flugdrekasmiða fjölskyldunnar

Opin flugdrekasmiða fjölskyldunnar

11. júní kl. 14:00 – 18:00

Arite FrickeArite Fricke er grafískur hönnuður og flugdrekasérfræðingur Með þessari opnu smiðju viljum við vekja leikgleðina við það að búa til eigin flugdreka. Arite hefur lengi verið með dellu fyrir flugdrekum og á milli þess sem hún hannar og kennir ungum og öldnum að búa til flugdreka þá hefur hún rannsakað sögu þeirra og lögmál. flugdreki AriteFlugdrekasmiðja fjölskyldunnar er opin og ókeypis og er eins konar kynning á námskeiði sem verður haldið síðar í mánuðinum, en þar er hámarks þátttökufjöldi og þátttökugjald. Á opnu smiðjuna er enginn hámarksfjöldi þátttakenda en ef margir eru á sama tíma þá gætu einhverjir þurft að bíða. Ekki er þörf á að skrá sig.

Flugdrekagerð - námskeið

Þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Foreldrar eru hvattir til þess að koma með börnum sínum og eiga skemmtilega stund saman.

Á skógræktardegi fjölskyldunnar daginn eftir eða sunnudaginn 12. júní er dagskrárliður tileinkaður flugdrekaeigendum og þeim boðið að hefja drekana á loft.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn