Listamenn

Pétur Thomsen - samtal á sunnudegi

Pétur Thomsen – samtal á sunnudegi
á sýningunni TÍÐ / HVÖRF

Thorustadanama
Sunnudaginn 24. júlí mun Pétur Thomsen ganga um sýninguna TÍÐ / HVÖRF og ræða við gesti um verk sín. Við gerð þeirra notar hann stafræna ljósmyndavél og sýnir á ljóðrænan hátt hvernig tíminn hefur sett mark sitt á lífið í kringum hann og breytingar í náttúrinni dag frá degi. Þannig er titill sýningarinnar tilvísanir í ýmislegt svo sem í tíma, tímabil, veðurfar, það sem hverfur eða týnist, breytingar eða tímamót svo eitthvað sé nefnt.

Verk Péturs fjalla um meðal annars um það hvernig maðurinn, meðvitað eða ómeðvitað, hefur áhrif á náttúruna. Flestar ljósmyndirnar hefur Pétur tekið með flassi á miðnætti síðast liðinn vetur og eru þær nú sýndar í fyrsta sinn. Útkoman er ótrúleg dýpt sem dregur áhorfandann inn í myndina. Myndefnin eru fengin úr nágrenninu og ljósmynd af Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli hefur vakið verðskuldaða athygli.

Pétur Thomsen

Pétur er fæddur í Reykjavík 1973, en býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hann nam frönsku, listfræði og fornleifafræði við Háskóla Paul Valéry í Montpellier í Frakklandi 1997-1999. Árið 2001 lauk hann BTS- gráðu í ljósmyndun frá Ecole Supérieure des Métiers Artistiques í Montpellier og MFA-gráðu 2004 frá École Nationale Supérieur de la Photographie (ENSP) í Arles, Frakklandi. Pétur er einn stofnenda FÍSL, félags íslenskra samtímaljósmyndara og fyrrum stjórnarformaður og nú annar tveggja stjórnenda Ljósmyndahátíðar Íslands. Hann hefur verið mikilsvirtur í sýningarhaldi hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi og hefur notið ýmissa viðurkenninga og verðlauna, m.a. alþjóðlegu unglistaverðlaun LVMH, hlotið starfslaun listamanna og verk hans er að finna víða í opinberum sem og einkasöfnum. Árið 2005 var Pétur valinn af Elysée safninu í Sviss til þátttöku í sýningunni ReGeneration, 50 ljósmyndarar framtíðarinnar og einkasýningin Aðflutt landslag, í Listasafni Íslands var valin sýning ársins 2010. Undanfarið hefur viðfangsefni Péturs helst verið umbreytingar í umhverfinu þar sem einkum er til skoðunar umráðaréttur á náttúrunni.

www.peturthomsen.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn