Listamenn

ANERSAAQ

  • ANERSAAQ spirit of place Tura Ya Moya containerproject Hveragadi LA Art Museum
  • ANERSAAQ spirit of place Tura Ya Moya containerprojeckt Eyrarbakki
  • ANERSAAQ spirit of place Tura Ya Moya containerproject
  • ANERSAAQ Tura Ya Moya containerproject NOrway
  • Northability ambassader

ANERSAAQ

Ljósasýning með meiru ásamt kunnuglegum leiftrum verður sýnileg frá og með 25. ágúst utandyra á söfnunum þremur á Eyrarbakka, Selfossi og Hveragerði sem kennd eru við Árnessýslu.

ANERSAAQ er grænlenska og þýðir andi en er líka heiti á margmiðlunarverkefni listahópsins TURA YA MOYA, hóps sem samanstendur af norrænum og grænlenskum listamönnum. Listrænn stjórnanndi er Karen Thastrum ásamt Udo Erdenreich. Um er að ræða margmiðlunarverkefni með það að markmiði að varpa ljósa- og hljóð listaverki út í almannarými. Það er með aðsetur í bláum 20 feta gámi sem ferjaður er um norðurslóðir með viðkomu í smærri byggðum í norður Noregi, Íslandi, Grænlandi og Danmörku. Bæði Karen og Udo fylgja verkefninu eftir hingað og með þeim í för verður einnig grænlenski listamaðurinn Mia Lindenhann. Fjölmargir aðrir listamenn hafa líka lagt verkefninu lið og má þar nefna myndlistarmennina Jeanette Land Schou frá Danmörku, Maria Gradin og Anders Sunna frá Svíþjóð, Harald Bodøgaard frá Noregi og Julia Pars frá Grænlandi. Einnig tónlistarmaðurinn Silbat Kuitse frá Grænlandi og börn og ungmenni frá Noregi og Grænlandi. Nánari upplýsingar má sá á vefsíðu verkefnisins www.anersaaq.com

Vinnusmiðjur verða haldnar samhliða sýningunni og listamenn færa síðan afraksturinn í margmiðlunarbúning. Hópurinn hefur líka þegar fengið hráefni frá söfnunum hér á landi. Á þann hátt bætist stöðugt efni við listaverkið sem verður að lokum bræðingur af anda hvers staðar.

Umsjónaraðili þessa samstarfs hér á landi er Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka en það hefur einnig fengið Héraðskjalasafn Árnesinga á Selfossi og Listasafn Árnesinga í Hveragerði sem samstarfsaðila. Byggðasafnið hefur hlotið styrki fyrir verkefnið frá Safnaráði, Uppbyggingasjóði Suðurlands og JÁVerki auk þess að fá ómetanlegan stuðning frá Eimskip. Verkefnið á alþjóðavísu er styrkt m.a. af Kulturkontakt Nord og NAPA.

Myndirnar sem fylgja af söfnunum á Eyrarbakka og Hveragerði eru samsettar myndir sem gefa hugmynd um hvað gestir eiga von á að sjá en sjón er þó sögu ríkari og verður spennandi að bjóða gestum uppá þennan gjörning og hvetja þá til þess að fara á alla staðina þrjá hér á landi. Einnig fylgja nokkrar fleiri myndir frá öðrum stöðum.

Opnun 25. ágúst kl. 21:30 í Húsinu á Eyrarbakka

Lifandi tónlist og kynning á verkefninu. Frá sólsetri og fram á nótt verður síðan mynd og hljóði varpað á húsið dagana 25. – 28. ágúst.

Föstudaginn 26. ágúst kl. 16:00-18:00: listasmiða fyrir börn og fullorðna í Byggðasafninu á Eyrarbakka

Gámurinn verður síðan á Selfossi 29. – 30. ágúst og verkinu varpað á húsnæði Héraðsskjalasafnsins frá sólsetri og fram á nótt.

Opnun 1. september kl. 21:00 í Listasafninu í Hveragerði

Lifandi tónlist og kynning á verkefninu. Frá sólsetri og fram á nótt verður síðan mynd og hljóði varpað á húsið dagana til og með 9. september.

Nánari upplýsingar um listasmiðju væntanlegar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn