Listamenn

Bjöllukór Íslands í Listasafni Árnesinga 8. desember kl. 17:00

Bjöllukór Íslands í Listasafni Árnesinga 8. desember kl. 17:00

Bjollukor Islands samsett

Jólatáknið í jóladagatali Hveragerðisbæjar fyrir 8. desember er bjalla og í ár lendir sú opna við Listasafn Árnesinga. Af því tilefni er boðið upp á tónleika með Bjöllukór Íslands í safninu kl. 17:00. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Bjöllukór Íslands öðru nafni Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var stofnaður haustið 2012 af Karen J. Sturlaugsson í tilefni af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands óskaði eftir bjöllukórum til að spila á jólatónleikum þeirra það árið. Eftir það var ekki aftur snúið og hefur kórinn spilað á öllum jólatónleikum Sinfóníunnar síðan þá við góðar undirtektir áheyrenda.

Sumarið 2015 hélt kórinn til Bandaríkjanna þar sem hann hóf dvölina á nokkurra daga bjöllukóranámskeiði/-hátíð í University of Massachusetts og enda ferðina á því að spila með stórri hljómsveit og kór í einum virtasta tónleikasal heims, Carnegie Hall í New York.

Meðlimir bjöllukórsins eru: Arnar Freyr Valsson, Ástþór Sindri Baldursson, Birta Dís Jónsdóttir, Helena Fanney Sölvadóttir, Hinrik Hafsteinsson, Jón Böðvarsson, Margrét Vala Kjartansdóttir, Ragnheiður Eir Magnúsdóttir, Sandra Rún Jónsdóttir, Sigurvin Þór Sveinsson og Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir og stjórnandi frá upphafi er Karen J. Sturlaugsson.

Það er ánægjulegt fyrir okkur Hvergerðinga, nærsveitamenn og aðra gesti að fá að njóta tónlistar þeirra í tengslum við jóladagatal bæjarins á afmælisári Hveragerðis.

______________________________

Nánar um kvikmyndina og jólasögurnar síðar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn