Listamenn

Umræðudagskrá – Nautn/Conspiracy of Pleasure

Umræðudagskrá – Nautn/Conspiracy of Pleasure

Umræðudagskrá – Nautn/Conspiracy of Pleasure

Hvernig birtist nautnin í listsköpun? Hvaða hvötum er beitt til þess að ná til fólks? Söfn og samtímalist — má sýna hvað sem er? Hvaða munur er á opinberu rými og einkarými?

Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni hafa með þeim efnt til orðræðu um þá margslungnu útfærslu á hugtakinu nautn sem þar er að finna. Í verkunum má sjá þráhyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju og kynlífs í samtímanum, holdið í myndlistinni, mannslíkamann sem innblástur og táknrænt fyrirbæri og einnig þá frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun í glímunni við efni og áferð.

Fjórir frummælendur koma með mismunandi inngangsorð og síðan er einnig þátttöku gesta vænst í umræðuna um sýninguna og birtingamyndir nautna í samtímanum.

Þeir eru:

  • Auður Ava Ólafsdóttir listfræðingur og rithöfundur
  • Ágústa Ragnarsdóttir myndlistarkennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands og grafískur hönnuður
  • Markús Þór Andrésson deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur og höfundur texta í sýningarsrká sýningarinnar Nautn/Conspiracy of Pleasure
  • Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands

Umræðum stjórnar Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga og annar tveggja sýningarstjóra Nautn / Conspiracy of Pleasure en hinn er Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Að loknum umræðum um kl. 15:00 munu listamennirnir Guðný Kristmannsdóttir og Birgir Sigurðsson vera með leiðsögn um verk sín á sýningunni.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn