Listamenn

Munstur-tilraunasmiðja er listasmiðja maí mánaðar

Munstur-tilraunasmiðja er listasmiðja maí mánaðar

Unnið er með blandaða tækni til þess að vinna mynstur og ýmis efni notuð til þess að ná fram mismunandi áferð s.s. hveiti, akrýl litir og ýmis furðuleg áhöld.

Fjölskyldulistasmiðja maí mánaðar í Listasafni Árnesinga tengist sýningunni Mismunandi erndurómun þar sem sjá má fjölbreytt verk sex núlifandi myndlistarmanna sem vinna með mismunandi hugmyndir í útfærslu verka sinna sem eru unnin með blandaðri tækni.

Smiðjustjóri er sem fyrr Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og hún verður til staðar kl. 14:00 – 16:00 til þess að aðstoða þátttakendur við að skapa sitt eigið listaverk. Börn og foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri, koma og skoða sýninguna, ræða um hana og skapa saman í listasmiðjunni þar sem allt efni er til staðar. Aðgangur og þátttaka í listasmiðjunni er ókeypis.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn