Listamenn

Jólapokagluggasýning

Jólapokagluggasýning

17. desember 2009 - 6. janúar 2009
JólapokagluggasýningJólapokagluggasýningin er í anddyri safnsins og sett upp  í tengslum við Jól í bæ, sem er jóladagatal Hveragerðisbæjar. Hugleiðing um hin ýmsu tákn sem tengjast jólum og mynd af hverju tákni útdeilt um allan bæ. Tákn og texti eru unnin af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni.  Tákninu sem útdeilt var til Listasafnsins var jólapoki.

Listasafn Árnesinga fékk 20 listamenn til þess að vinna með hvíta bréfpoka sem nú eru til sýnis í anddyri safnsins og eru aðgengilegir til skoðunar í gegnum gluggana allan sólarhringinn. Pokarnir eru meðhöndlaðir á afar fjölbreyttan hátt og á sýningunni má sjá hina heilögu þrenningu, ofgnóttarpoka, kartöflupoka, snjóbolta, útskurðarpoka með meiru, fæðinguna, verkefnalista, hreindýrahjörð, stjörnur, jólatré, jólakúlur og jólapoka, jólasveina á grein, móður jörð, móður og barn, byltingarsinna, ljósritunarpoka, brjóstsykurspoka, pokadýr, íslenska fánann, hangikjötslæri og friðardúfuna.

Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru  Alda Sigurðardóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Hannes Lárusson, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hildur Bjarnadóttir, Hildur Hákonardóttir, Húbert Nói, Ingirafn Steinarsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Karen Ósk Sigurðardóttir, Margrét Zophoníasdóttir, Steinunn Helgadóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Þuríður Sigurðardóttir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn