Listamenn

Þjóðleg fagurfræði

Þjóðleg fagurfræði


Sýningin er tilraun til að skoða hvernig þjóðleg fagurfræði birtist í verkum ólíkra myndlistarmanna á ólíkum tímum. Á sýningunni eru verk eftir listamenn tveggja alda. Þeir eldri eru fæddir á tuttugu ára tímabili undir lok 19. aldar og eru Ásgrímur Jónsson (1876-1958), Gísli Jónsson (1878-1944), Halldór Einarsson (1893-1977), Jóhannes Kjarval (1885-1972) og Kristinn Pétursson (1896-1981). Verk þeirra byggja á  þjóðernisrómantík og sjálfstæðisbaráttu um leið og þeir skilgreina inntak þjóðernislegrar listar.

Yngri listamennirnir sem fæddir eru á árunum 1947-61 eiga það sammerkt að sækja í alþýðlegan menningararf á frjóan hátt sem getur verið bæði hnyttinn og beittur. Þeir eru Bjarni H. Þórarinsson, Birgir Andrésson, Guðjón Ketilsson, Hulda Hákon, Daníel Þ. Magnússon, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Ólöf Nordal.

Verkin á sýningunni eru mörg úr safneign Listasafns Árnesinga en einnig eru verk fengin að að láni frá Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og úr einkaeign.

Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn