Listamenn

ANERSAAQ

  • ANERSAAQ spirit of place Tura Ya Moya containerproject Hveragadi LA Art Museum
  • ANERSAAQ spirit of place Tura Ya Moya containerprojeckt Eyrarbakki
  • ANERSAAQ spirit of place Tura Ya Moya containerproject
  • ANERSAAQ Tura Ya Moya containerproject NOrway
  • Northability ambassader

ANERSAAQ

Ljósasýning með meiru ásamt kunnuglegum leiftrum verður sýnileg frá og með 25. ágúst utandyra á söfnunum þremur á Eyrarbakka, Selfossi og Hveragerði sem kennd eru við Árnessýslu.

ANERSAAQ er grænlenska og þýðir andi en er líka heiti á margmiðlunarverkefni listahópsins TURA YA MOYA, hóps sem samanstendur af norrænum og grænlenskum listamönnum. Listrænn stjórnanndi er Karen Thastrum ásamt Udo Erdenreich. Um er að ræða margmiðlunarverkefni með það að markmiði að varpa ljósa- og hljóð listaverki út í almannarými. Það er með aðsetur í bláum 20 feta gámi sem ferjaður er um norðurslóðir með viðkomu í smærri byggðum í norður Noregi, Íslandi, Grænlandi og Danmörku. Bæði Karen og Udo fylgja verkefninu eftir hingað og með þeim í för verður einnig grænlenski listamaðurinn Mia Lindenhann. Fjölmargir aðrir listamenn hafa líka lagt verkefninu lið og má þar nefna myndlistarmennina Jeanette Land Schou frá Danmörku, Maria Gradin og Anders Sunna frá Svíþjóð, Harald Bodøgaard frá Noregi og Julia Pars frá Grænlandi. Einnig tónlistarmaðurinn Silbat Kuitse frá Grænlandi og börn og ungmenni frá Noregi og Grænlandi. Nánari upplýsingar má sá á vefsíðu verkefnisins www.anersaaq.com

Vinnusmiðjur verða haldnar samhliða sýningunni og listamenn færa síðan afraksturinn í margmiðlunarbúning. Hópurinn hefur líka þegar fengið hráefni frá söfnunum hér á landi. Á þann hátt bætist stöðugt efni við listaverkið sem verður að lokum bræðingur af anda hvers staðar.

Umsjónaraðili þessa samstarfs hér á landi er Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka en það hefur einnig fengið Héraðskjalasafn Árnesinga á Selfossi og Listasafn Árnesinga í Hveragerði sem samstarfsaðila. Byggðasafnið hefur hlotið styrki fyrir verkefnið frá Safnaráði, Uppbyggingasjóði Suðurlands og JÁVerki auk þess að fá ómetanlegan stuðning frá Eimskip. Verkefnið á alþjóðavísu er styrkt m.a. af Kulturkontakt Nord og NAPA.

Myndirnar sem fylgja af söfnunum á Eyrarbakka og Hveragerði eru samsettar myndir sem gefa hugmynd um hvað gestir eiga von á að sjá en sjón er þó sögu ríkari og verður spennandi að bjóða gestum uppá þennan gjörning og hvetja þá til þess að fara á alla staðina þrjá hér á landi. Einnig fylgja nokkrar fleiri myndir frá öðrum stöðum.

Opnun 25. ágúst kl. 21:30 í Húsinu á Eyrarbakka

Lifandi tónlist og kynning á verkefninu. Frá sólsetri og fram á nótt verður síðan mynd og hljóði varpað á húsið dagana 25. – 28. ágúst.

Föstudaginn 26. ágúst kl. 16:00-18:00: listasmiða fyrir börn og fullorðna í Byggðasafninu á Eyrarbakka

Gámurinn verður síðan á Selfossi 29. – 30. ágúst og verkinu varpað á húsnæði Héraðsskjalasafnsins frá sólsetri og fram á nótt.

Opnun 1. september kl. 21:00 í Listasafninu í Hveragerði

Lifandi tónlist og kynning á verkefninu. Frá sólsetri og fram á nótt verður síðan mynd og hljóði varpað á húsið dagana til og með 9. september.

Nánari upplýsingar um listasmiðju væntanlegar.

Sýningarstjóraspjall með Aðalheiði

Sýningastjóraspjall með Aðalheiði

Adalheidur2Sunnudaginn 6. nóvember kl. 15 mun Aðalheiður Valgeirsdóttir, annar sýningarstjóri sýningarinnar Tímalög – Karl Kvaran og Erla Þórarinsdóttir ganga um sýninguna með gestum, segja frá sýningunni, fjalla um verkin og höfunda þeirra og svara spurningum sem vakna.

Ég hef aldrei skilið þann hugsunarhátt að mynd þurfi endilega að vera af einhverjum atburði, vegna þess að það skeður það margt í myndinni. Myndin er atburður út af fyrir sig.
(Karl Kvaran)

Það er ögrandi, en það er líka dálítið þakklátt að tefja tímann á þann hátt sem gert er þegar verið er að mála málverk. Þeim fylgir einhver nærvera sem orkar mjög sterkt á okkur, og það stafar meðal annars af tímanum sem gefinn hefur verið í að vinna þau.
(Erla Þórarinsdóttir)

Á sýningunni er teflt saman verkum eftir listmálarana Karl Kvaran frá tímabilinu 1968–1978, og málverkum og skúlptúrum eftir Erlu Þórarinsdóttur frá síðustu tíu árum.

Hinn huglægi þáttur er eitt af því sem sameinar verk listamannanna þar sem litur, form, lína, áferð og tækni skapa óhlutbundna myndheima. Í málverkum Erlu á sér stað ákveðið íhugunarferli þar sem andleg gildi leiða áhorfandann um innri hugarheima. Í list sinni leitaði Karl sífellt inn á við og leitin að hinu klára og tæra var drifkrafturinn í list hans.

Athöfnin að mála afmarkast af þeim tíma sem varðveittur er í málverkinu í undirliggjandi tímalögum sem skrásett eru með pensilfarinu. Það byggist upp lag fyrir lag, ofan á það sem fyrir er og þannig varðveitist tíminn í verkinu.

Ferill tiímans sem greina má í verkum listamannanna er sameiginlegur þráður. Undirmeðvitund málverksins kemur fram í mismunandi tímalögum, listsköpun sem Erla og Karl vinna með á persónulegan hátt.

Nánar um Aðalheiði

 

Safnadagurinn 2016: Söfn og menningarlandslag

Safnadagurinn 2016: Söfn og menningarlandslag - Listasafn Árnesinga

sunnud. 22. maí kl. 15:00

Í tengslum við alþjóðadag safna efnir Listasafn Árnesinga til dagskrár sunnudaginn 22. maí kl. 15:00 með listamannaspjalli Péturs Thomsen og Rúríar um verk þeirra á sýningunum Tíð / Hvörf og Tíma – Tal sem nýlega voru opnaðar í safninu. Viðfangsefni þeirra tengjast vel þema alþjóðlega safnadagsins sem í ár er: söfn og menningarlandslag.

Á alþjóðadegi safna 18. maí hafa söfn um allan heim skipulagt dagskrá þann dag, næstu helgi eða jafnvel alla vikuna sem 18.maí ber upp á og hefur það verið gert frá árinu 1977. Á síðasta ári voru yfir 30 þúsund söfn sem staðsett eru í yfir 120 löndum þátttakendur. Þema hvers árs er valið af alþjóðlegri nefnd með það í huga að draga fram mikilvægi safna og þátt þeirra í samfélagslegri þróun.

Með þessu þema söfn og menningarlandslag er áherslan lögð á ábyrgð safna gagnvart umhverfi sínu og er ákall til þeirra um að leggja til þekkingu og taka virkan þátt í stjórnun, verndun og viðhaldi þeirrar menningararfleifðar sem felst í menningarlandslagi bæði innan og utan veggja safnsins.

Listamennirnir Pétur og Rúrí eru bæði þekkt fyrir það að fjalla um samskipti manns og náttúru og hafa með verkum sínum lagt áherslu á mikilvægi þess að vera meðvitaður um áhrif mannsins á náttúruna og þær afleiðingar sem afskipti hans geta valdið, neikvæðar sem jákvæðar. Núverandi sýningar í Listasafni Árnesinga falla því einkar vel að þema safnadagsins í ár og eru gestir hvattir til þess að koma og eiga spjall við listamennina.

Listasafn Árnesinga er í eigu allra sveitarfélaganna í Árnessýslu en það er staðsett í Hveragerði. Á safninu er tekið vel á móti barnafjölskyldum og ýmislegt í boði fyrir börn. Safnið er opið alla daga kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis, líka á listamannaspjallið, en hægt er að kaupa sér kaffi og léttar veitingar.

Listasmiðja í safni – teiknun og málun

Listasmiðja í safni – teiknun og málun
Leiðbeinandi Margrét Zóphóníasdóttir

25. – 28. júlí kl. 13:00-15:30

Listasamiðja í safni

Á námskeiðinu er unnið út frá verkum á sýningu safnsins en einnig önnur viðfangsefni. Markmið námskeiðsins er að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu með því að teikna og mála, skoða form og litasamsetningar til fróðleiks og skemmtunar. Lögð er áhersla á að vinna með vatnsliti og litað blek.

Margret ZMargrét er menntaður myndlistarmaður og hefur leiðbeint á barnanámskeiðum í Listasafni Árnesinga frá árinu 2010. Áður hefur hún leiðbeint börnum á söfnum í Danmörku og hún er einnig kennari við Myndlistaskóla Kópavogs.

Á bæjarhátíðinni Blómstrandi bær dagana 13.-14. ágúst verða verkin sem unnin verða á námskeiðinu til sýnis í safninu.

Aldur: 8-11 ára, hámarksfjöldi 10
Verð: 5.000.- allt efni innifalið. Ath. að börnin séu í fatnaði við hæfi.
Skráning: á netfangið myndin@listasafnarnesinga.is
eða í síma 483 1727 á opnunartíma safnsins kl. 12-18

Rúrí – samtal á sunnudegi

Rúrí – samtal á sunnudegi

á sýningunni TÍMA – TAL

Sólheimur - RúríTitill sýningarinnar getur falið í sér þá túlkun að boðið sé upp á sam-tal við sam-tímann og það er það sem boðið er upp á þegar Rúrí gengur um sýninguna og ræðir við gesti um verk sín sunnudaginn 17. júlí kl. 15. Það er líka áhugavert að fá tækifæri til þess að sjá verk sem sýnd hafa verið víða en aldrei fyrr hér á landi og einnig eru á sýningunni verk sem listamaðurinn vann sérstaklega fyrir sýninguna og vakið hafa athygli gesta.

Mæling tímans út frá gangi sólar hefur lengi verið viðfangsefni Rúríar og í verki hennar Sólgátt sem senn rís við Sólheima í Grímsnesi er það einmitt einn af útgangspunktunum. Á sýningunni má sjá verk sem ber heitið Sólheimur þar sem finna má þær grunnforsendur sem útilistaverkið byggir á. Einnig er að sjá fleiri verk sem þar sem tími og tímamælingar eru skoðuð út frá ólíkum sjónarhornum sem og náttúruvitund í margvísandi og víðu samhengi.

Rúrí

Rúrí er fædd í Reykjavík 1951 og býr þar. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-74, járnsmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1974-75 og við De Vrije Academie í Haag Hollandi 1976-78. Rúrí lét snemma til sín taka og var einn af stofnendum Gallerís Lóu í Hollandi, Nýlistasafnsins á Íslandi og var virkur þátttakandi i stofnun SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hún hefur verið meðal forvígismanna fjölmargra listviðburða innanlands og utan svo sem Experimental Environment sem haldið var víðs vegar á Norðurlöndunum og hún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum tengdum myndlist. Sýningarferill Rúríar er umfangsmikill, bæði einka og samsýningar, hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi og útilistaverk eftir hana hafa verið sett upp á Íslandi og víðar í Evrópu. Verk hennar hafa vakið athygli og eru að finna í safneignum fjölmargra einka og opinberra safna innanlands sem utan og árið 2011 gaf þýska listabókaforlagið Hatje Cantz út yfirgripsmikla bók um Rúrí. Hún hefur einnig notið ýmissa annarra viðurkenninga, svo sem unnið samkeppnir um gerð útilistaverka og verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2003.

Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en eru sett fram með margvíslegri tækni, svo sem skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörningar, bókverk, kvikmyndaverk, videoverk, ljósmyndaverk, hljóðverk, blönduð tækni, tölvuvædd og gagnvirk verk.

www.ruri.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn