Listamenn

Safnadagurinn – listasmiðja

Safnadagurinn – listasmiðja

Á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 17. maí er gestum boðið að skoða tvær nýopnaðar sýningar í Listasafni Árnesinga, á opnunartíma safnsins kl. 12-18. Klukkan 14 er einnig boðið upp á mjög forvitnilega listasmiðju fyrir áhugasama á öllum aldri með listamanninum Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Þar mun hún sýna gestum hvernig hún vinnur með skautunarfilmur og bjóða gestum að prófa, en eitt verka Sirru á sýningunni Geymar byggir m.a. á þeirri tækni. Að sjá litlaust límband og glært plexigler breytast í liti er ævintýri líkast – en líka eðlisfræði.

Yfirskrift íslenska og alþjóðlega safnadagsins er söfn í þágu sjálfbærni. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á landinu og það er m.a. í anda sjálfbærni að þekkja, nýta og njóta þess sem í boði er í nærumhverfinu, skoða og skilja í stærra samhengi.

Umræðudagskrá: Sirra –samtímalist og samfélagið

Umræðudagskrá: Sirra –samtímalist og samfélagið

Þessari dagskrá er ætlað að gera samtímalist aðgengilegri, greina hvernig hún sprettur úr samtímanum og umhverfinu ásamt því að ræða hana í stærra samhengi. Vænst er þátttöku gesta og allar spurningar og vangaveltur vel þegnar.

Í pallborði verða:

  • Árni Blandon kennari við FSU (Fjölbrautaskóla Suðurlands), Selfossi, en þar kennir hann meðal annars listir og menningu og hann er fyrrum kennari Sirru. Ólöf Sigurðardóttir listfræðingur, núverandi safnstjóri Hafnarborgar og í september tekur hún við sem safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.
  • Ólöf hefur starfað með Sirru og hún lagði einnig grunn að safn-fræðsludeild Reykjavíkur þegar hún vann þar fyrr á árum og hún hefur líka starfað með Sirru og verið sýningarstjóri sýningar á verkum hennar.
  • Sirra Sigrún Sigurðardóttir myndlistamaður og höfundur allra verkanna á sýningunni GEYMAR.
  • Stjórnandi dagskrár er Inga Jónsdóttir safnstjóri LÁ og sýningarstjóri sýningarinnar.

Kammerkór Suðurlands opin æfing í LÁ sunnudaginn 26. apríl kl. 17-18

Kammerkór Suðurlands
opin æfing í LÁ sunnudaginn 26. apríl kl. 17-18

Kammerkór Suðurlands - Hilmar Örn Agnarsson

Kammerkór Suðurlands var stofnaður árið 1997 og er skipaður tónlistarfólki og áhugamönnum víðs vegar af Suðurlandi. Stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi er Hilmar Örn Agnarsson, sem jafnframt er organisti í Grafarvogskirkju.

Kórinn hefur flutt bæði andlega og veraldlega tónlist frá ýmsum tímum og er þekktur fyrir fjölbreytt efnistök. Syngur allt frá djassi og dægurtónlist til tónverka sem endurspegla nýjustu strauma í samtímatónlist.

Hann hefur m.a. tekið þátt í Sumartónleikum í Skálholti og flutt þar verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Gunnar Reyni Sveinsson og fleiri, auk efnisskrár undir yfirskriftinni Íslensk kirkjutónlist í 1000 ár. Kórinn hefur einnig tekið þátt í ýmsum tónlistarhátíðum bæði hér á landi og erlendis.

Á Sumartónleikum í Skálholti 2004 flutti kórinn verk eftir sir John Travener, en það var í fyrsta skiptið sem samfelld dagskrá með verkum eftir hann var flutt hér á landi. Tavener tileinkaði kæornum eitt vekið, Schuon Hymnen.

Á tónleikum í Southwark Cathedral í Lundúnum í nóvember 2013 frumflutti kórinn Sonnettur Taveners, sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn. Vegna skyndilegs fráfalls Taveners, þremur dögum fyrir tónleikana, urðu þeir óvænt að minningartónleikum um tónskáldið og hlaut kórinn þá mikla umfjöllun í heimspressunni.

Kammerkór Suðurlands hefur nokkrum sinnum tekið þátt í uppákomum í Listasafni Árnesinga og sunnudaginn 26. apríl á síðasta sýningardegi sýningarinnar ÁKALL gefst gestum tækifæri til að hlýða á hann í opinni æfingu. Áður hefur verið boðið upp á opna æfingu kórsins í safninu og hefur þá skapast skemmtileg stemning.

Opin æfing Kammerkórs Suðurlands í Listasafni Árnesinga
er kl. 15-18, allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

60 ára afmælið Tónlistaskóla Árnesinga

60 ára afmæli Tónlistaskóla Árnesinga
Tónlistarveisla í Listasafninu kl. 11 – 13

60 ára afmæli Tónlistaskóla Árnesinga Tónlistarveisla í Listasafninu

Tónlistaskóli Árnesinga fagnar 60 ára afmæli í ár. Af því tilefni er efnt til fjölbreyttrar hátíðardagskrár víðs vegar um sýsluna laugardaginn 18. apríl.

Listasafn Árnesinga samfagnar Tónlistaskólanum og býður nemendur og kennara skólans velkomna. Þeir ætla að láta tónlist af margvíslegum toga flæða um sali safnsins kl. 11-13 og er gestum boðið að njóta og samfagna.

Athugið að þennan dag opnar safnið klukkutíma fyrr en venjulega.

Sunnlendingar eru hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að fylgjast með blómlegu starfi skólans um alla sýslu og njóta hátíðarhaldanna. Gestir geta litið við í lengri eða skemmri tíma eftir því sem hentar hverjum og einum.

Hljómsveitir skólans nota tækifærið og selja „puttakökur“ í fjáröflunarskyni. Eldri strengjasveit skólans safnar m.a. fyrir ferð til Gdansk í Póllandi í sumar.

Heildar dagskráin í Árnessýslu er eftirfarandi:

Opið hús – tónleikar – spurningakeppni – kaffi – kökur

  • 9:30 - 12:00 Félagsheimili Hrunamanna Flúðum (nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi)
  • 10:00 - 11:30 Flóaskóli (nemendur úr Flóahreppi)
  • 11:00 - 12:00 Stokkseyri - Grunnskólinn (nemendur frá Stokkseyri og Eyrarbakka)
  • 11:00 - 13:00 Þorlákshöfn - Tónlistarskólinn
  • 11:00 - 13:00 - Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði
  • 13:00 - 16:00 Eyravegur 9, Selfossi

Stefnt er að því að sem allra flestir nemendur komi fram í tilefni hátíðarhaldanna

Viðburðir í tilefni af afmæli Tónlistarskóla Árnesinga
eru ókeypis og allir velkomnir.

Kynningarsýning á hugmyndum Listvinafélagsins í Hveragerði

Kynningarsýning á hugmyndum Listvinafélagsins í Hveragerði

Listvinafelag syningaLA

Undanfarið hefur Listvinafélagið í Hveragerði unnið að útisýningu um listamennina í Hveragerði sem áformað er að verði staðsett í Lystigarðinum á Fossflöt. Kynningarsýning á hugmyndum og hönnun útisýningarinnar verður gestum til sýnis í safninu á opnunartíma þess frá og með 16. apríl til og með 26. apríl sem jafnframt er lokadagur sýningarinnar ÁKALLs.

Á aðalfundi Listvinafélagins sem haldinn verður í safninu sunnudaginn 19. apríl kl. 11 verður sýningin til umfjöllunar og gefst gestum þá einnig tækifæri til þess að ræða um sýninguna við hönnuðinn og aðstandendur hennar. Fundurinn er opinn öllum jafnt félagsmönnum sem öðrum. Samhliða kynningarsýningunni er leitað til gesta um ábendingar og hugmyndir til þess að fjármagna framkvæmd útisýningarinnar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn