Listamenn

Ákall

Ákall

Fyrir þessa sýningu hefur sýningarstjórinn, Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í listkennsludeild Listaháskóla Íslands valið verk tuttugu og fjögurra myndlistarmanna. Verkin tengjast orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur og eiga það sameiginlegt að vekja gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku.

Jafnframt virkjaði Ásthildur listkennslunema í Listaháskólanum og kennara nokkurra skóla í Árnessýslu til þess að vinna með grunnskólabörnum þátttökuverk þar sem ungmennin myndgerðu óskir sínar fyrir komandi kynslóðir. Listaverkin á sýningunni voru grundvöllur umræðunnar sem átti sér stað með börnunum áður en þau sköpuðu verkin. Á meðan á sýningunni stendur gefst gestum safnsins einnig tækifæri til að taka þátt í verkinu.

Á sýningunni má m.a. velta fyrir sér fegurð í hinu smá, stærra samhengi, margslungnu sambandi náttúrunnar og hins manngerða, eðli flokkunarkerfa og neysluhyggju. Hver eru tengsl þekkingar, staðar og stundar? Hvernig getum við brugðist við breytingum í umhverfi okkar? Hvaða svigrúm hefur einstaklingurinn til að breyta sínu kerfisbundna daglega lífi? Hvernig getum við skapað samábyrgt þjóðfélag?

Með gjörningi sem byggir á upplifun þátttakandanna og fram fer í tengslum við opnuna spyrnir Gunndís Ýr við efnishyggju og veltir á sama tíma upp spurningum um safneignir og hvaða stað efnislaus verk eiga í þeim.

Sýningin mun standa til sumardagsins fyrsta, 23. apríl og á sýningartímanum verður efnt til ýmissar dagskrár í tengslum við viðfangsefnið.

Sýningastjóri og listamenn

Fjörugir fjáröflunartónleikar og leynigestur

Fjörugir fjáröflunartónleikar og leynigestur

Fjörugir fjáröflunartónleikar - mynd af hljóðfærumEldri strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga heldur fjáröflunartónleika föstudaginn 13. febrúar kl 18 í Listasafni Árnesinga. Ásamt strengjasveitinni koma fram blásarar, rythmasveit og söngvarar. Meðal söngvara eru Berglind María Ólafsdóttir, Sabine Bernholt, Sædís Lind Másdóttir og leynigestur! Lögin sem flutt verða eru þekkt popplög bæði innlend og erlend, flest nýeg, en eldri fljóta með. Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun fyrir Póllandsferð sveitarinnar sem fyrirhuguð er í vor. Þar munu krakkarnir eiga samstarf við strengjasveit Suzuki Institut í Gdansk. Ytra verða haldnir sameiginlegir tónleikar þar sem strengjasveitirnar leika saman og flytja einnig sér verkefni hvor um sig. Vonir standa svo til að Pólska sveitin heimsæki Ísland í haust og tækifæri gefist til þess að hlýða á afrakstur samstarfssins.

Miðaverð er 1000.- krónur og góð mæting er góð hvatning til ungmennanna.

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni.

1. desember kl. 20

listakvold a adventu

LISTAKVÖLD með ritlist, tónlist og myndlist.

Árlegt aðventukvöld Listasafnsins og Bókasafnsins í Hveragerði. Höfundar lesa úr eigin verkum sem eru eftirtalin:

 • Englaryk, skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, segir frá stúlkunni Ölmu sem, í sumarfríi með fjölskyldu sinni, hittir Jesú. Þetta er samtímasaga um mannleg tengsl, hversdagsþrautir og mátt hugsjónanna. Enn einu sinni hefur Guðrún Eva vakið athygli fyrir frumleg og fáguð tök á töfrum hversdagsins.
 • Í endurminningarbókinni Svarthvítir dagar hefur Jóhanna Kristjónsdóttir ritað einlæga og opinskáa frásögn af uppvexti sínum í Reykjavík fyrstu 15 árin, þ.e. 1940-1956. Með hlýju, húmor og innsæi glæðir hún fjölskyldu sína og fólkið í kringum þau lífi.
 • Kristín Dagmar Jóhannesdóttir er ritstjóri bókarinnar sem hún kynnir, Sigurður Guðmundsson, Dancing Horizon, sem er heildaryfirlit yfir hin kunnu ljósmyndaverk Sigurðar frá árunum 1970-1982. Mörg verkanna eru orðin að þekktum táknmyndum í samtímasögu Evrópu og eru sýnd reglulega um allan heim. Á sýningunni UMRÓT er einnig verk eftir Sigurð.
 • Í Veraldarsögu Péturs Gunnarssonar, sem ber undirtitilinn Ævisaga hugmynda, segir frá því þegar höfundurinn hleypir heimdraganum örlagaárið mikla 1968 og dvelur í Frakklandi við skáldskap undir yfirskini náms. Þetta er saga Péturs og fólksins í kringum hann en einnig saga fyrstu ljóðabókar hans.
 • Í skáldsögunni Öræfi hefur Ófeigur Sigurðsson skrifað magnaðan óð um öræfi landsins, öræfi mannssálarinnar og öræfi íslenskrar menningar. Þar skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila og allt vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar.

Magnús Þór Sigmundsson mun flytja nokkur verk sín en hann hefur verið ötull við að semja lög og texta, sem mörg hver eru perlur íslenskrar dægurtónlistar.

Einnig er hægt að skoða sýningarnar tvær sem nú standa, VEGFERÐ og UMRÓT
Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur.

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni.

2. desember kl. 20

KK ELLENKK og Ellen með jólatónleika.

Systkinin hafa bæði skapað sér nafn í tónlist og árið 2005 gáfu þau út sína fyrstu plötu saman, sem var jólaplatan Jólin eru að koma. Jólatónleikar þeirra hafa notið mikilla vinsælda enda hafa þau lag á því að skapa einstaka aðventustemningu með látlausum og hugljúfum flutningi.

Aðgangseyrir kr. 2.000.-

 

 

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni

Dagskrá í Listasafni Árnesinga á aðventunni.

14. desember JÓLASAMVERA á síðasta opnunardegi ársins.

jolin koma samsetning

 • Kl. 12 einn gluggi jóladagatals Hveragerðis opnaður við innganginn.
 • kl. 14-16  Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður leiðbeinir við gerð jólaskrauts úr fundnu efni.
 • Guðrún er hugmyndasmiður jóladagatals Hveragerðisbæjar og mun segja frá táknunum sem prýða það.
 • Kl. 15-16 Jólasveinar koma í heimsókn og taka þátt í dagskránni.
 • Sungið saman og gengið í kringum smíðað jólatré.
 • Kl. 16-17 Njörður Sigurðsson segir frá jólasögum og ljóðum sem við syngjum líka saman.
 • Kaffi, kakó og piparkökur.
 • Aðgangur og þátttaka ókeypis.

Listasafnið er lokað frá og með 15. desember, en verður opnað á ný með nýrri sýningu laugardaginn 24. janúar 2015.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn