Listamenn

Hringiða

Hringiða

Hringiða er margmiðlunarinnsetning þar sem hljóð og mynd hreyfa við hugmyndum um landamæri eða mörk, raunveruleg og ímynduð. Um er að ræða samvinnu við finskan sýningarstjóra, Mari Krappala og sex listamenn íslenska og erlenda. Við opnuna verður fluttur gjörningur eftir Lilju Birgisdóttur. Frá Íslandi leggja listamennirnir Katrín Elvarsdóttir fram ljósmyndir og Lilja Birgisdóttir hljóðverk. Þrír finnskir ljósmyndarar, Eeva Hannula, Hertta Kiiski og Tiina Palmu hafa í semeiningur unnið tvö myndbönd fyrir sýninguna og frá eistneska listamanninum Marko Mäetamm koma þrívíð verk. Á sýningunni eru ný verk sem ekki hafa verið sýnd áður nema verk Mätamm sem tilnefnt var til virtra eistneskra verðlauna 2012, Köler verðlauna Samtímalistasafnsins í Tallin, en það er nú sett upp í nýju og stærra samhengi.

Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd

Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd

Um er að ræða 5 örmyndir sem innihalda stutta persónulega frásögn nokkurra Sunnlendinga.  Þær festa á filmu áhrifaríka staði, stórbrotna náttúru, upplifun af Suðurlandi, menningu, sögur, raunir, tilfinningar og fegurð - Suðurland í mannsmynd.

Örmyndirnar Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd:

 • Sölvi Arnarson bóndi í Efstadal í Bláskógarbyggð þar sem meðal annars er hægt að kaupa veitingar beint frá býli í fyrrum hlöðu.
 • Esther Helga Klemenzardóttir leikkona í Hveragerði sem vakti verulega athygli þegar hún lék Línu langsokk með Leikfélagi Hveragerðis.
 • Jón Tryggvi og Uni á Merkigili, tólistarmenn sem opnuðu hús sitt fyrir tónlistaruppákomur.
 • Erna Elínbjörg Skúladóttir leirkerasmiður með meiru í Bragganum í Birtingarholti við Flúðir.
 • Ólafur Sigurjónsson að Forsæti í Flóahreppi sem setti á stofn Tré og list þar sem varðveitt er saga handverks og uppfinninga ábúenda.

Örmyndirnar eru framleiddar af All Around Us productions, með styrk frá Menningarráði Suðurlands. All Around Us stofnuðu Halldóra Rut Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir fyrir um fjórum árum, er þær ferðuðust um landið í þeim tilgangi að fanga þau gildi sem eru allt í kringum okkur í hversdagsleikanum. Í kjölfarið hófu þær framleiðslu örmynda með persónulegri nálgun á fólk og þjóð - en það er einmitt fólkið sem gerir landið og menninguna. 

Örmyndirnar eru sýndar á skjá í safninu til 6. júlí og fram til 25. júní er einnig hægt að sjá leirmuni eftir Ernu E. Skúladóttur og rennda trémuni eftir Ólaf Sigurjónsson.

Dagskrá með Grafíkfélaginu

Dagskrá með Grafíkfélaginu

Á síðasta sýningardeginun, sunnudaginn 11. maí kl. 16, efnir Félagið íslensk grafík eða Grafíkfélagið til stuttrar dagskrár í safninu, en félagið fagnar 60/45 ára afmæli á þessu ári allt eftir því hvort miðað er við fyrsta grafíkfélagið eða hið endurreista. Aðalhvatamaður að endurreisn félagsins var Einar Hákonarson en hann flutti til landsins djúpþrykkspressu eftir nám í Svíþjóð og hóf kennslu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í málmgrafík. Þá er einnig gaman að geta þess að Einar lét reisa núverandi safnhús Listasafns Árnesinga og rak þar Listaskálann á árunum 1997-2000.

Björg og Ragnheiður voru stofnfélagar og sátu báðar í fyrstu stjórn félagsins ásamt Einari þegar það var endurreist í núverandi mynd árið 1969, en upprunanlega var það stofnað árið 1954. Báðar sóttu námskeið í grafík hjá Einari Hákonarsyni í Myndlista- og handíðaskólanum og þær áttu mikilvægan þátt í útbreiðslu íslenskrar grafíkur á upphafsárum hins endurreista félags.

Björg, Ragnheiður og Þorbjörg vöktu allar eftirtekt þegar þær hófu sinn sýningarferil á áttunda áratugnum. Bakgrunnurinn sem mótaði uppvaxtarár þeirra er ný heimsmynd eftirstíðsáranna þegar íslenskt þjóðfélag breyttist úr hefðbundnu bændasamfélagi í nútímavætt borgarsamfélag. Alþjóðlegir straumar í bókmenntun, myndlist og fatatísku bárust hraðar til landsins og settu sterkan svip á þjóðfélagið sem og menningarlífið. Í þessari þróun öðluðust konur aukið frelsi, pólitískt, menntunarlega, fjárhags- og kynferðislega. Til varð hin nýja kvennahreyfing sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma og hún setti sitt mark á samfélagið hér á áttunda áratugnum. Hrafnhildur Schram er sýningarstjóri sýningarinnar en hún er m.a. þekkt fyrir rannsóknir sínar á íslenskum myndlistarkonum.

Spjall með Hildi Hákonardóttur á sýningunni NÚTÍMAKONUR

Spjall með Hildi Hákonardóttur á sýningunni NÚTÍMAKONUR

Hildur HakonardottirTíðarandi áttunda áratugarins og staða kvenkyns myndlistarmanna þá og nú er viðfangsefni sýningarspjalls Hildar Hákonardóttur myndlistarmanns með meiru og Ingu Jónsdóttur safnstjóra sem kynnir verk listamannanna á sýningunni.  Gestir eru einnig hvattir til þess að taka þátt í umræðum bæði með spurningum og innleggi.

Verkin á sýningunni eru olíu og akríl málverk, grafík og kolateikningar. Þau eru ýmist frá áttunda áratugnum eða nýleg verk sem endurspegla starfsferil og virkni þeirra Bjargar, Ragnheiðar og Þorbjargar sem allar reka enn eigin vinnustofur. Uppvaxtarár þeirra voru árin eftir heimsstyrjöldina síðari, þegar íslenskt þjóðfélag hafði tekið grundvallarbreytingum og breyttist úr hefðbundnu bændasamfélagi í nútímavætt borgarsamfélag og við blasti ný heimsmynd. Alþjóðlegir straumar í bókmenntun, myndlist og fatatísku bárust til landsins og settu sterkan svip á þjóðfélag og menningarlíf. Í þessari þróun öðluðust konur aukið frelsi, pólitískt, menntunarlega, fjárhags- og kynferðislega og til varð hin nýja kvennahreyfing sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma. Hver er svo staðan í dag?

Hildur Hákonardóttir nam myndvefnað hér og í Skotlandi á sjötta áratugnum, var meðlimur í SÚM hópnum og var skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans 1975-78 á miklum umbrotatímum. Hún var tengd ýmsum hræringum í þjóðfélaginu og tók virkan þátt í kvennabaráttu áttunda áratugarins. Hildur var safnstjóri Listasafns Árnesinga 1998-2000, en hafði áður veitt forstöðu sameiginlegu Byggða- og Listasafni Árnesinga um  sjö ára skeið. Með þennan bakgrunn og íhygli Hildar má búast við áhugaverðum sjónarhornum í sýningarspjalli hennar á sunnudaginn.

 

Leyndardómar Suðurlands

Leyndardómar Suðurlands

Þekkir þú Listasafn Árnesinga?  

Listasafn Árnesinga er menningarstofnun og markmið og viðfangsefni þess er m.a. að efla áhuga, þekkingu og skilning á myndlist með sýningum, fræðslu, umræðum og öðrum viðburðum sem nýtast Árnesingum og gestum þeirra til gagns og ánægju.

Safnið er staðsett í Hveragerði en er rekið af öllum sveitarfélögunum átta í Árnessýslu.

 • Heimsókn í safnið hefur komið mörgum ánægjulega á óvart – hvað með þig?
 • Safnið er opið fimmtudaga – sunnudaga kl. 12 – 18.
 • Aðgangur er ókeypis, en hægt er að kaupa sýningarskrár og léttar veitingar á staðnum.
 • Börn og fjölskyldufólk er velkomið og aðstaða fyrir börn að njóta heimsóknarinnar.
 • Ýmis rit um myndlist eru aðgengileg fyrir gesti.

Í gangi er sýningin Nútímakonur þar sem verk eftir þær Björgu Þorsteinsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Þorbjörgu Höskuldsdóttur eru til sýnis. Útgangspunktur sýningarinnar eru þrjú verk í eigu Listasafns Árnesinga frá áttunda áratugnum en flest verkanna hafa þær unnið á síðustu árum. Þannig endurspeglar sýningin virkni þeirra því allar reka þær enn eigin vinnustofur. Nánari upplýsingar um sýninguna, listamennina og sýningarstjórann  er að finna með því að smella á heiti þeirra á forsíðunni.

Dagskrá í Listasafni Árnesinga 28. mars – 6. apríl   Opið fimmtud. – sunnud. Kl. 12-18

 • Sýningin Nútímakonur, Björg Þorsteinsdóttir · Ragnheiður Jónsdóttir · Þorbjörg Höskuldsdóttir. Sýningarstjóri: Hrafnhildur Schram.

 • Verðlaunaleikur í gangi Leyndardóms tímabilið – tilvalið fyrir fjölskylduna eða vini að leysa í sameiningu. Heppinn þátttakandi verður dreginn út þegar safninu verður lokað þann 6. apríl.
 • Sunnudaginn 30. mars kl. 15.  Sýningarspjall og gleði með Hrafnhildi, Björgu, Ragnheiði og Þorbjörgu þar sem þær leiða okkur um sýninguna, ferilinn og tíðaranda.
 • Sunnudaginn 6. apríl kl. 13.  Uppspretta hugmynda – dagskrá með bókasafninu í Hveragerði og Guðrúnu Mínervudóttur. Dagskráin hefst í Bókasafninu, Sunnumörk kl. 13 og síðan er gengið yfir í Listasafnið.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn