Listamenn

Leiðsögn og leikur á síðasta sýningardegi með Björgu Erlingsdóttur

 

Leiðsögn og leikur á síðasta sýningardegi með Björgu Erlingsdóttur

Björg er ein þriggja sýningarstjóra sýningarinnar Samstíga-abstraktlist en hinir eru Sigríður Melrós Ólafsdóttir deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands og Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga.

Það var hugmynd Bjargar árið 2011 þegar hún var forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar að leita eftir samstarfi við Listasafn Íslands og Listsafn Árnesinga um gerð sýningaraðar þriggja sýninga til þess að efla almenna vitund um íslenskan myndlistararf og auðvelda skilning á samtímalist. Samstíga er önnur sýningin af þremur í þessu samstarfsverkefni og verkin á sýningunni eru valin með það í huga að skapa áhugaverða heild. Við gerð sýningarinnar nutu sýningarstjórarnir einnig góðs af Rakel Pétursdóttur deildarstjóra fræðsludeildar Listasafns Íslands.

Markmið sýningarinnar er að veita innsýn í heim íslenskrar abstraktlistar um miðbik síðustu aldar og benda á tengsl við erlenda strauma. Verkefni sem geta vakið áhuga skólanemenda á viðfangsefninu voru útbúin, en þau geta ekki síður höfðað til hins almenna gests. Þau gefa tilefni til íhugunar en eru líka nothæf til að bregða á leik.

Björg er þjóð- og safnafræðingur að mennt og starfaði við safnadeild Listasafns Reykjavíkur 2002-2006 og sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar 2006-2013 en er nú sjálfstætt starfandi sérfræðingur. Í leiðsögninni mun Björg fjalla um hvernig listir endurspegla tíðaranda en eru ekki einangrað fyrirbæri í samfélaginu og hvernig þær mótast af því en hafa líka áhrif. Gestir eru hvattir til þess að spyrja og taka þátt í samræðunni og ekki er ólíklegt að Björg virki gesti í leik.

Listasafn Árnesinga býður gesti velkomna til þess að njóta leiðsagnar um sýninguna Samstíga-abstraktlist og skoða hvernig sú sýning kallast á við sýninguna Rósa Gísladóttir –skúlptúr en yfirheiti beggja sýninganna er Hliðstæður og andstæður. Þetta er síðasti sýningardagur þessara sýninga.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn