Listamenn

Samræður á sunnudegi

Samræður á sunnudegi, 14. júní kl. 15 Sirra Sigrún ræðir við gesti og segir frá verkum sínum á sýningunni GEYMAR í Listasafni Árnesinga.

SirraGestum er boðið að ganga inn í myndheim Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur og sjá hvernig hún veltir fyrir sér ólíkum viðfangsefnum sem snerta mannlega tilvist og þróar verk sín út frá því. Hún vinnur m.a. markvisst með tölfræðilegar upplýsingar, myndrænar niðurstöður kenninga eða vísindarannsókna, ummyndar þær og aðlagar lögmálum myndlistar s.s. lit, formi, rúmi og tíma. Í innsetningum sínum vinnur hún með sjónhverfingar sem hrífa áhorfandann á vit upplifunar og víða má sjá tilvísun í listasöguna, ýmist persónulega eða í víðara samhengi, blandaða kímni og alvöru. Sirra er einnig með samfélagslegar skírskotanir og á sýningunni er m.a. eitt myndlistarverk sem sprottið er úr nærsamfélaginu. Sýningin GEYMAR var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2015.

Sirra Sigrún setti einnig saman sýninguna Flassbakk þar sem hún hefur valið verk úr safneign Listasafns Árnesinga, sem kalla fram endurminningar frá Selfossi þar sem hún ólst upp og safnið var fyrst staðsett ásamt Byggðasafni Árnesinga og náttúruminjadeild þess.

Það er kærkomið tækifæri að fá að ræða beint við listamanninn um tilurð verkanna og oft skapast líflegar og áhugaverðar umræður.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn